Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

178. fundur 08. nóvember 2011 kl. 08:30 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Oddur Valsson áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá
Aðalbjörg sat fundinn undir 1.lið. Gunnar Sandholt vék af fundi eftir umræður um 4.lið. María Björk, Ótthar og Sigríður sátu fundinn frá 5. dagskrárlið. Gert var hlé á fundi eftir 11.dagskrárlið. Arnrún, Bjarki, Þorsteinn og Ótthar héldu til Hofsóss til að skoða Sundlaugina og ræddu þar 12.lið fundargerðarinnar.

1.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál

Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer

Lagðar fram 9 beiðnir um fjárhagsaðstoð í 6 málum. Samþykktar. Tekið fyrir eitt erindi varðandi húsleigubætur þar sem staðfest var synjun afgreiðslunefndar húsaleigubóta. Sjá trúnaðarbók.

2.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 1109163Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóra og formanni falið að skoða aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi sem þátt í jafrnéttisáætlun sveitarfélagsins.

3.Áætlun um heildargreiðslu almennra húsaleigubóta

Málsnúmer 1110005Vakta málsnúmer

Áætlunin lögð fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta

Málsnúmer 1110006Vakta málsnúmer

Áætlun um greiðslu sérstakra húsaleigubóta lögð fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Sértakar húsaleigubætur hafa ekki verið greiddar fyrr hjá sveitarfélaginu en áætlun um þær tengist hugmyndum um breytt fyrirkomulag félagslegrar húsaleigu.

5.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2012

Málsnúmer 1110202Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir fyrstu drög að fjárhagsáætlun Frístundasviðs miðað við óbreytt þjónustustig og starfsmannahald.

6.Ungmennaráð sveitarfélaga

Málsnúmer 1109061Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu að breyttum reglum við kjör á ungmennaráði Skagafjarðar þannig að hvert nemendaráð grunnskólanna þriggja tilnefni einn fulltrúa og einn varamann í ráðið og nemendaráð Fjölbrautaskóla tvo og einn til vara. Ungmennaráð verði skipað 5 aðalfulltrúum á aldrinum 14-18 ára, til árs í senn í stað tveggja ára . Tryggja skal það meginhlutverk ráðsins að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Miðað er við að nýtt ungmennaráð taki til starfa fyrir áramót.

7.Reglur um útleigu íþróttahússins á Sauðárkróki

Málsnúmer 1110199Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fela umsjónarmanni íþróttamannvirkja að kanna hagkvæmustu leiðina til að verja nýtt parketgólf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir skemmdum sem kynnu að verða vegna skemmtanahalds í húsinu.

8.Beiðni um uppsetningu auglýsinga í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Málsnúmer 1111004Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögur að reglum um auglýsingar í íþróttamannvirkjum og á keppnisvöllum Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem byggðar eru á reglugerð ÍSÍ um auglýsingar. Nefndin samþykkir að körfuknattleiksdeild Tindastóls fái að setja auglýsingar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki samkvæmt samningi þar um og byggður er á þessum reglum.

9.Aðsókn í sundlaugar sumarið 2011

Málsnúmer 1110200Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður íþróttamannvirkja kynnir aðsókn að sundlaugum sveitarfélagsins í sumar. Alls komu 64.452 gestir í laugarnar í Varmahlíð, Sauðárkróki og Hofsósi frá 1. júní - ágústloka. Flestir til Hofsóss. Aðsókn hefur dregist saman frá árinu 2010 um rúmlega fimm þúsund.

10.Stefnumótun ráðuneytis í íþróttamálum

Málsnúmer 1110165Vakta málsnúmer

Kynnt er stefnumótun Mennta-og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum..

11.Ungt fólk 2011 - 5. - 7. bekkur

Málsnúmer 1110054Vakta málsnúmer

Kynnt er könnun Rannsóknar og greiningar á lífsháttum barna í 5.-7.bekkjum á Íslandi.

12.Sundlaugin Hofsósi, öryggismál

Málsnúmer 1110053Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd ásamt umsjónarmanni íþróttamannvirkja skoða sundlaugina á Hofsósi m.t.t. viðhalds og öryggismála. Nefndin beinir því til stjórnar Eignasjóðs að nú þegar verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi sundlaugargesta í búningsklefum og sturtum sundlaugarinnar.

Fundi slitið - kl. 12:00.