Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

249. fundur 30. nóvember 2017 kl. 13:00 - 14:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri málefna fatlaðs fólks
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - málaflokkur 02

Málsnúmer 1711217Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlunina en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fulltrúar í byggðarráði sveitarfélagsins, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson sátu fundinn undir þessum lið, ásamt Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra.

2.Málefni fatlaðs fólks á Nlv - Fundargerðir þjónusturáðs

Málsnúmer 1609085Vakta málsnúmer

Fundargerðir þjónusturáðs í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, nr. 4 og 5, lagðar fram til kynningar. Nefndin gerir engar athugasemdir við þær.

3.Gjaldskrá 2018 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1711220Vakta málsnúmer

Félags- og tómstunanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3,5%, úr 496 kr. í 514 kr. fyrir hverja máltíð.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri í málefnum fatlaðs fólks og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri, viku af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

4.Beiðni um hjólabrettagarð

Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 22.11.2017 vegna hjólabrettagarðs, en félags- og tómstundanefnd óskaði eftir umsögn fræðslunefndar vegna hjólabrettagarðs. Bókun fræðslunefndar var eftirfarandi:
,,Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga." Félags-og tómstundanefnd leggur áherslu á að unnið verði hratt og vel að framgangi málsins.

5.Fjárhagsáætlun 2018 - málaflokkur 06

Málsnúmer 1711203Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 06, frístunda- og íþróttaþjónusta lögð fram. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Fundi slitið - kl. 14:15.