Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

266. fundur 22. maí 2019 kl. 15:00 - 17:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez, sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Framkvæmd frístundastætó 2018-2019 Foreldrar barna í GAV

Málsnúmer 1903165Vakta málsnúmer

Erindið var tekið fyrir á fundi félags- og tómstundanefndar þann 20. mars s.l. Nefndin samþykkti að fela frístundastjóra að laga það sem betur má fara. Brugðist var við með því að auglýsa strætóinn betur, jafnt innan veggja GaV og eins með skeytum til foreldra í gegnum Fésbókarsíðu Húss frítímans. Frístundastjóri mun vinna áfram að hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi akstursins fyrir næsta vetur og leggja fyrir nefndina.

2.Íþróttir og tómstundir á skólaaksturstíma í GAV

Málsnúmer 1812198Vakta málsnúmer

Frístundastjóri fór á fund með Stefaníu Hjördísi að Brúnastöðum föstudaginn 10/5 s.l. þar sem hugmyndir og möguleikar að breyttu fyrirkomulagi íþróttastarfs nemenda austan Vatna var rætt. Niðurstaða fundarins var að boða fund með foreldrum barna á svæðinu í lok maí eða byrjun júní. Fyrir fund með foreldrum verða lagðar til einhverjar sviðsmyndir og leitað eftir hugmyndum þeirra. Nefndin óskar eftir að málið komi aftur til umræðu á næsta fundi hennar.

3.Íþrótta- og leikjanámskeið Fljótum 2019

Málsnúmer 1905147Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Arnþrúði Heimisdóttur um styrk til að halda leikjanámskeið fyrir börn í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir 100.000 króna styrk til verkefnisins. Nefndin samþykkir erindið.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.

4.Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030

Málsnúmer 1905075Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur unnið að endurskoðun stefnumótunar í íþróttamálum fyrir árin 2019-2030 í samstarfi við íþróttanefnd ríkisins. Stefnan er lögð fram til kynningar.

5.Ný og breytt lög um félagsþjónustu frá 12.okt.2018

Málsnúmer 1808193Vakta málsnúmer

Ný og breytt lög um félagsþjónustu tóku gildi þann 1. október 2018. Ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og breytingar á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ljóst er að með nýjum og breyttum lögum ásamt reglugerðum þarf að taka upp reglur sveitarfélagsins og endurmeta út frá breyttu lagaumhverfi. Nefndin ásamt starfsmönnum mun funda sérstaklega um lögin þann 11. júní n.k.
Gréta Sjöfn sat fundinn undir liðum 5-7

6.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1812214Vakta málsnúmer

Árið 2017 var unnið að leiðbeiningum til sveitarfélaganna vegna úthlutunar á félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaganna á grundvelli 5. gr. samkomulags ríkisstjórnar Íslands annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar sem tók gildi við gildistöku laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016. Í samkomulaginu er mælt fyrir um að sveitarfélög skuli setja sér reglur um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis skv. XII kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum. Beðið er eftir að leiðbeiningarnar verði birtar og nefndin mun í kjölfarið endurmeta reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis á vegum sveitarfélagsins.

7.Þjónandi leiðsögn

Málsnúmer 1905143Vakta málsnúmer

Mikill áhugi hefur verið á undanförnum árum á innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í velferðarþjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl, að við séum öll háð hvert öðru á einn eða annan hátt. Megin áhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu. Á fundinum voru kynntar grunnstoðir hugmyndarfræðinnar sem eru fjórar:
-
Að upplifa öryggi
-
Að upplifa umhyggju og kærleika
-
Að veita umhyggju og kærleika
-
Að vera þátttakandi
Frá hausti 2018 hefur félagsþjónustan hafið undirbúning að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í starfi með fötluð fólki og þjónustu við aldraða. Haldin hafa verið námskeið fyrir alla starfsmenn og hafa tveir starfsmenn frá hverri starfsstöð útskrifast sem mentorar sem munu fylgja eftir áherslum á sinni starfsstöð.
Áhugi félagsmálastjóra og starfsmanna er á að innleiða Þjónandi leiðsögn í þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir og fagnar um leið innleiðingu á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn í starfi á þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.

Fundi slitið - kl. 17:35.