Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

276. fundur 27. mars 2020 kl. 14:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í fjarfundi í gegnum Microsoft Teams.

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs sveitarfélagsins frá 2. mars s.l. þar sem lagt er til að reglur um starfsemi ráðsins verði teknar til endurskoðunar. Frístundastjóra falið að vinna drög að nýjum reglum sem lagðar verða fram fyrir næsta fund. Samþykkt.

2.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 2002282Vakta málsnúmer

Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi félagsþjónustu og frístundaþjónustu sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi stofnana í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Félags- og tómstundanefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna félags- og frístundaþjónustu fyrir þeirra samstöðu og samtakamáttar við að hindra útbreiðslu veirunnar.

3.Umboðsmaður barna óskar eftir upplýsingum um stöðu ungmennaráða sveitarfélaga

Málsnúmer 2002239Vakta málsnúmer

Frístundastjóri upplýsti um reglubundna könnun Umboðsmanns barna. Könnuninni hefur verið svarað.

4.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002253Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Félags- og tómstundanefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki verkefnisins og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.
Mál tekið inn með afbrigðum.

5.Tímabundin breyting á gjaldskrá Dagdvalar

Málsnúmer 2003262Vakta málsnúmer

Vegna Covid-19 er leitað er eftir heimild félags- og tómstundanefndar til að gera tillögu til nefndarinnar að tímabundinni gjaldskrá fyrir Dagdvöl. Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á veirufaraldri stendur en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu þar eftir því sem hægt er. Ekki þykir sanngjarnt að innheimta fullt gjald Dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 15:00.