Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

282. fundur 05. nóvember 2020 kl. 15:00 - 16:50 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Dagskrá

1.Minnisblað um gjaldskrár og greiðsluviðmið félagsþjónustu 2021

Málsnúmer 2011023Vakta málsnúmer

Minnisblað lagt fram til kynningar.

2.Gjalskrá Iðju hæfingar 2021

Málsnúmer 2011021Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 585 kr. í 600 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs.

3.Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldu 2021

Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2021.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 22.600 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 20.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 18.000 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.

4.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum 2021

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer

Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2021 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 5.237 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.770 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 5.045 kr.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs.

5.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2021

Málsnúmer 2011014Vakta málsnúmer

Félag- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2021 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2021 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2020. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2021 er því 237.398 kr. Vísað til byggðaráðs.

6.Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2005187Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisins Félagsmiðstöð á flakki sem hófst í október. Markmiðið var að ná til allra eldri borgara í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og bjóða upp á kynningu á félagsstarfi fullorðinna og veita upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Því miður þurfti að fresta áður auglýstum viðburðum á nokkrum stöðum um óákveðinn tíma vegna þriðju bylgju Covid 19. Félags- og tómstundanefnd fagnar verkefninu og afrakstri þess og vonast til þess að hægt verði að klára fyrirhugaðar heimsóknir sem fyrst.

7.Opnunartímar íþróttamannvirkja 2021

Málsnúmer 2010189Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að opnunartíma íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu fyrir árið 2021. Tillagan er samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2021

Málsnúmer 2010187Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2021: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu að stakur aðgangur fyrir börn og fullorðna hækkar um 5%, þar sem sá aðgangur hækkaði ekki fyrir árið 2020. Vísað til byggðarráðs.

9.Gjaldskrá Húss frítímans 2021

Málsnúmer 2010188Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2021. Tillagan felur í sér allt að 2.5% hækkun fyrir leigu á húsinu. Tillagan samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs.

10.Jólamót Molduxa 2020

Málsnúmer 2010175Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.

Fundi slitið - kl. 16:50.