Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

290. fundur 04. júní 2021 kl. 15:00 - 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Opnunartímar íþróttamannvirkja 2021

Málsnúmer 2010189Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Sótahnjúk ehf, rekstraraðila sundlaugarinnar á Sólgörðum, um breytingu á samþykktum opnunartíma laugarinnar fyrir sumarið 2021. Nefndin samþykkir framlagða beiðni. Sumarið 2021 verður laugin opin á mánudögum en lokuð á þriðjudögum.

2.Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 2102131Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir,fært í trúnaðarbók.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

3.Samráð; Drög að aðgerðaráætlun vegna stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna

Málsnúmer 2105262Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, drög að aðgerðaráætlun vegna stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna.

Fundi slitið - kl. 16:15.