Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

299. fundur 10. febrúar 2022 kl. 15:00 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Hvatapeningar 2022

Málsnúmer 2201287Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greidda Hvatapeninga og fjölda iðkenda á árunum 2017-2021. Ánægjulegt er að sjá að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist á þessu árabili. Áhugavert verður að sjá fjölda iðkenda í árslok þegar hækkun Hvatapeninga upp í 40.000 er að fullu komin til framkvæmda.

2.Fyrirspurn v. Hvatapeninga

Málsnúmer 2201281Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bertínu Rodriguez þar sem farið er fram á að reglur um Hvatapeninga verði endurskoðaðar með það að markmiði að lækka aldursviðmið fyrir kaup á kortum í líkamsræktarstöðvum. Reglurnar eins og þær eru nú gera ráð fyrir að einungis 17-18 ára börn geti keypt slík kort og fengið Hvatapeninga á móti, en fyrir yngri börn eru skilyrði fyrir greiðslu Hvatapeninga þau að um sé að ræða skipulagt íþrótta- og frístundastarf undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinenda.
Erindinu frestað til næsta fundar.

3.Yfirlit rekstrar- og þjónustustyrkja í málaflokki 06

Málsnúmer 2202077Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti vinnuskjal sem sýnir þá styrki sem sveitarfélagið veitir frjálsum félagasamtökum, s.s. íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Um er að ræða þrenns konar styrki, beina styrki til félagasamtaka t.d. vegna barna- og unglingastarfs, styrki í formi afnota af húsnæði eða öðrum mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins og í þriðja lagi styrki þar sem vinnuframlag kemur á móti svo sem sláttur á sumrin o.fl.

4.Hjólabrettaaðstaða

Málsnúmer 2202088Vakta málsnúmer

Umræða um hjólabrettapalla tekin upp að nýju. Nú er lagt til að þeir verði í suðausturhorni lóðar við Árskóla. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma málinu áfram.

5.Skuggakosningar ungmenna vegna sameiningaviðræðna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Málsnúmer 2201094Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning vegna skuggakosninga í elstu bekkjum grunnskóla og yngstu árgöngum framhaldsskóla í tilefni af kosningum um sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði sem fram fara þann 19. febrúar n.k. Skuggakosningarnar fara fram í næstu viku.

6.Þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál

Málsnúmer 2201257Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi. Um er að ræða tillögu um að bæta verklag í upplýsingamiðlun á milli kerfa en til þess þarf rýmri lagaheimildir.

7.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 2201268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni barna þar sem áréttað er mikilvægi þess að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans.
Þorvaldur Gröndal og Guðrún Jónsdóttir véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

8.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022

Málsnúmer 2201082Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir. Synjað. Sjá trúnaðarbók.
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 17:15.