Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

167. fundur 14. desember 2010 kl. 09:00 - 12:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá
Gunnar Sandholt yfirgaf fundarsal eftir afgreiðslu tveggja fyrstu liðanna, þá komu María Björk Ingvadóttir og Ivano Tasin inn á fundinn.

1.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2011. Félags- og tómstundanefnd áréttar tillögu sína frá 18. nóvember s.l. um 16.677.000 kr. hækkun á ramma eins og kynnt var á fundi byggðarráðs 2. desember s.l.

Samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Broddason óskar bókað: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

2.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu 2011

Málsnúmer 1012118Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:

1) að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum.

2) að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt, en reglum verði breytt þannig að aðeins verði niðurgreitt fyrir börn sem ekki stendur til boða leikskólapláss nema í tilvikum sem verða tilgreind nánar í endurskoðuðum reglum.

Formaður óskar bókað við þennan lið: Við endurskoðun á reglum um niðurgreiðslu sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum verður leitast við að hafa hagsmuni foreldra og barna að leiðarljósi þannig að skoðað verði í hvaða raunverulegu tilvikum fólk vill frekar hafa börn hjá dagmömmu en í leikskóla. Þau atriði verði síðan tiltekin sem sérstök tilvik við gerð reglnanna þannig að fullrar sanngirni sé gætt.

3) að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði áfram miðað við launaflokk 123-5.þrep skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar.

4) að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði 1.150.-

3.Áskorun frá velferðarvaktinni

Málsnúmer 1010199Vakta málsnúmer

Áskorunin kynnt fyrir nefndinni.

4.Ályktun um unglingaskemmtanir

Málsnúmer 1011170Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd þakkar ábendinguna frá SAMAN-hópnum. Sveitarfélagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir öflugu forvarnastarfi og mun gera það áfram.

5.Hús frítímans - sjálfboðaliðaverkefni 2011

Málsnúmer 1012068Vakta málsnúmer

Ivano Tasin, forstöðumaður Húss frítímans, kynnir nefndinni í hverju þetta verkefni er fólgið. Sjálfboðaliði kemur um áramót og mun starfa með minnihlutahópum og 16-20 ára hóp í Húsi frítímans í 7 mánuði. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.

6.Landsleikir á Sauðárkróksvelli 2011

Málsnúmer 1011106Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir að leiknir verði tveir landsleikir í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli næsta sumar, 3.ágúst, í Norðurlandamóti U17 landsliði karla. Nefndin fagnar þessu.

7.Ný reglugerð um sundstaði

Málsnúmer 1011043Vakta málsnúmer

Reglugerðin kynnt fyrir Félags-og tómstundanefnd. Hún tekur gildi 1. janúar og hafa verið gerðar ráðstafanir til að koma til móts við þær breytingar sem henni fylgja.

8.Skráningar í T.Í.M.-kerfið

Málsnúmer 1012026Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir beiðni stjórnar UMSS um að úthlutun styrkja til barna-og unglingastarfs íþróttafélaganna taki mið af skráningu iðkenda þeirra í T.Í.M.-skráningarkerfið.

9.Samkomulag um aðkomu Sv.félags við íþróttamót

Málsnúmer 1007121Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að samningnum er varðar knattspyrnumót en mótshaldari sér um kostnað við uppsetningu á rafmagnskerfi tjaldsvæða á Nöfum.

10.Umsókn um styrk til íþrótta-og leikjanámskeiðs í Fljótum 2011

Málsnúmer 1007078Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir beiðnina. Styrkurinn verður gjaldfærður af gjaldalið 06390.

11.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1009051Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að greiða 50.000.- króna styrk vegna aksturs Frjálsíþróttadeildar Tindastóls á æfingar í Varmahlíð með börn og unglinga. Styrkurinn er greiddur af gjaldalið 06890. Þorsteinn Broddason situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

12.Siglingarklúbburinn Drangey - styrkumsókn

Málsnúmer 1012106Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd telur ekki forsendur fyrir því að samþykkja þessa styrkbeiðni, þar sem Siglingaklúbburinn er orðinn félagi í UMSS og er þar með aðili að úthlutun úr heildarstyrkjum Sveitarfélagsins til barna-og unglingastarfs. Þorsteinn Broddason situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

13.Lækkun á styrkjum til UMSS

Málsnúmer 1012079Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að styrkir til aðildarfélaga UMSS nemi 8,0 milljónum króna á næsta ári miðað við óbreyttan fjárhagsramma. Nefndin hefur óskað eftir því við Byggðaráð að fjárhagsramminn verði 3,0 milljónum hærri, m.a. til þess að lækkun styrkja til UMSS verði minni. Jafnframt samþykkir nefndin að greiða áfram styrk vegna skrifstofuhalds UMSS. Styrkurinn nemur 500.000.-

14.Breytingar á gildandi rekstrarsamningum Frístundasviðs

Málsnúmer 1012080Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að af fjárhagsramma 06-málaflokksins nemi rekstrarstyrkur til Skíðasvæðis 6,0 milljónum , rekstrarstyrkur til Flugu hf.nemi 4,5 milljónum, að rekstrarsamningur við Golfklúbb Sauðárkróks nemi 2,5 milljónum og styrkur vegna sláttar á íþróttavellinum á Hofsósi nemi 300 þúsundum. Bent er á að rekstrarstyrkur til Flugu hf. er bundinn í samningi og til þess að breyta honum þarf að taka samninginn til endurskoðunar.

15.Lækkun á Hvatapeningagreiðslum

Málsnúmer 1012078Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að Hvatapeningagreiðslur nemi 8.000.- krónum á næsta ári. Foreldrar allra barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, eiga rétt á 8.000.- króna Hvatapeningum, einu sinni á ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem eru óbreytt.

16.Tillaga um breytta opnun Húss frítimans

Málsnúmer 1012119Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að minnka opnunartíma Húss frítímans. Húsið verði opið virka daga frá kl. 12.30-22.00. Þá er einnig samþykkt að fækka ferðum Frístundastrætó.

17.Breyttur opnunartími í Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 1012077Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að frá áramótum verði Sundlaug Sauðárkróks lokuð almenningi milli kl. 13.00 - 16.00 virka daga. Þessi ákvörðun hefur engin áhrif á skólasund Árskóla.

18.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2011

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun sviðsins sem samkvæmt ramma Byggðaráðs hljóðar uppá 145.900.000. og vísar henni til Byggðaráðs. Nefndin ítrekar fyrri óskir um 3ja milljóna króna hækkun á rammanum. Nefndin samþykkir áætlun Frístundastjóra og Íþróttafulltrúa um rekstur íþróttamannvirkja í Varmahlíð enda er það forsenda fyrir því að ramminn haldi.

Þorsteinn Broddason óskar bókað: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Fundi slitið - kl. 12:25.