Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

153. fundur 12. janúar 2010 kl. 09:00 - 12:20 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir Frístundastjóri
Dagskrá

1.Skýrsla um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 0912069Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, Íþróttafélaginu Grósku, Hestamannafélaginu Stíganda, Ungmennafélaginu Smára, Skotfélaginu Ósmann, Hofsbót- styrktarsjóði og Gullhyl. Forsvarsmenn gerðu nefndinni grein fyrir áherslum sínum í uppbyggingu mannvirkja, framtíðaráform og hugmyndir, hver í sínu félagi.

2.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Málinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðaráði . Á fundinn komu fulltrúar Hofsbótar, styrktarsjóðs sem kynntu hugmyndir félagsins og hvöttu nefndina til að leggja félaginu til tvær milljónir til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar.

3.EUF-styrkur, EUROINFOPOINT-HÚS FRÍTÍMANS

Málsnúmer 0912072Vakta málsnúmer

Ivano Tasin kynnir verkefnið Euro-infopoint sem hefur hlotið styrk frá Evrópu unga fólksins. Verkefninu er ætlað að auka möguleika ungs fólks til að taka þátt í Evrópuverkefnum, t.d. sjálfboðaliðaverkefnum erlendis. Einnig að styrkja nýbúa af erlendum uppruna til tómstundaiðkunar í Skagafirði.

4.Samningur vegna sjálfboðaþjónustu frá Evrópu unga fólksins

Málsnúmer 0911106Vakta málsnúmer

Fjölbrautaskóli, Rauði Krossinn og Kirkjan eru samstarfsaðilar verkefnisins og verður sérstök áhersla lögð á tengingu við nemendafélag FNV. Sóknarpresturinn á Sauðárkróki er ráðgjafi sjálfboðaliðanna. Sjálfboðaliðar koma frá Ungverjalandi og Serbíu og kynntu þeir sig fyrir nefndarfólki.

5.Samstarf um forkönnun

Málsnúmer 1001115Vakta málsnúmer

Málið kynnt og ákveðið að óska eftir frekari gögnum og málið tekið fyrir á næsta fundi.

6.Framlenging á leyfi til að starfa sem dagmamma

Málsnúmer 1001096Vakta málsnúmer

Samþykkt.

7.Umsókn um aukið daggæsluleyfi

Málsnúmer 1001082Vakta málsnúmer

Leyfið er veitt til vors.

Fundi slitið - kl. 12:20.