Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

164. fundur 12. október 2010 kl. 09:00 - 11:08 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Fundarboð um Allt hefur áhrif verkefnið

Málsnúmer 1010070Vakta málsnúmer

Kynntur fyrirhugaður fundur með fulltrúa Lýðheilsustöðvar, miðvikudaginn 20.október um verkefnið "Allt hefur áhrif-einkum við sjálf" sem Sveitarfélagið hefur verið þátttakandi í síðan 2005.

2.Ósk um áheyrn hjá Félags-og tómstundanefnd

Málsnúmer 1010069Vakta málsnúmer

Gunnar Þór Gestsson formaður Tindastóls og Ómar Bragi Stefánsson formaður knattspyrnudeildar mættu á fundinn og kynntu áhuga á að fá að stofna vinnuhóp um framtíðaruppbyggingu starfs hreyfingarinnar. Samþykkt að Iþróttafulltrúi sitji í hópnum frá Frístundasviði og að leita megi til Skipulags-og tæknisvið um upplýsingar. Aðalstjórn Tindastóls boðar fyrsta fund.

3.Rekstrarstaða 06-málaflokks e.9 mánuði

Málsnúmer 1010068Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða kynnt. Málaflokkurinn er innan ramma fjárhagsáætlunar og rekstur hans er mjög vel viðunandi.

Fundi slitið - kl. 11:08.