Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

143. fundur 26. maí 2009 kl. 09:15 - 11:10 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri.
Dagskrá

1.Umsókn um afnot af íþróttahúsinu Sauðárkróki

Málsnúmer 0905050Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að það stangist ekki á við aðra starfsemi í húsinu og felur íþróttafulltrúa að ganga frá málinu.

2.Unglingalandsmót UMFÍ 2009

Málsnúmer 0902023Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir bréf frá formanni UMSS þar sem bent er á nauðsyn þess að endurnýja merkingar á frjálsíþróttavellinum fyrir Unglingalandsmótið. Stjórn Frjálsíþróttasambandsins hefur ályktað að ekki sé hægt að halda viðurkennd mót á vellinum eins og hann er merktur í dag.
Á fundinn komu Ómar Bragi Stefánsson, Halldór Halldórsson og Hjalti Þórðarson fulltrúar Unglingalandsmóts og kynntu stöðuna.
Ómar Bragi segir að UMFÍ sé tilbúið að aðstoða við að leysa málið. Frístundastjóra er falið að leita til Fjárlaganefndar og Menntamálaráðuneytis eftir stuðningi við lagfæringar á vellinum. Þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar málaflokksins er málinu vísað til Byggðaráðs.

3.Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum, Fljótum

Málsnúmer 0808076Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir að rekstraraðilinn, sem hefur haft laugina á leigu síðustu 2 sumur, ætli ekki að leigja laugina í sumar. Þá hafa einnig komið í ljós miklar skemmdir á lögnum. Tæknideild er að skoða málið. Ákvörðun um framhald verður tekin þegar niðurstaða tæknideildar liggur fyrir.

4.Ráðningar 17-22 ára hjá sveitarfélaginu

Málsnúmer 0905049Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir erindi Vinnumálastofnunar sem óskar eftir upplýsingum um þá sem ráðnir eru til starfa hjá Sveitarfélaginu á þessum aldri til þess að bera saman við þá sem sækja um atvinnuleysisbætur.

5.Dagur barnsins 24.05.2009

Málsnúmer 0905032Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir bréf Félagsmálaráðuneytisins þar sem sveitarfélög voru hvött til að halda Dag barnsins hátíðlegan. Hér var fullorðnum boðið frítt í sund í fylgd barna auk þess sem Hús frítímans var opið.

6.Erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur

Málsnúmer 0905045Vakta málsnúmer

Fulltrúar í nefndinni þakka Þórdísi Friðbjörnsdóttur vel unnin störf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Elinborg Hilmarsdóttir er boðin velkomin í hennar stað í nefndinni.

7.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer

Samþykktar 4 beiðnir í 3 málum.

Fundi slitið - kl. 11:10.