Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

161. fundur 10. ágúst 2010 kl. 09:00 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Félagsþjónusta kynning

Málsnúmer 1007096Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram yfirlit yfir helstu verkefni, reglur og löggjöf fyrir félagsþjónustuna ásamt yfirliti yfir stöðu gjaldaliða.

2.Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Jafnréttistofu dags. 9. júní 2010 um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

Nefndin felur félagsmálastjóra að leggja fram yfirlit yfir skipan karla og kvenna í nefndir, stjórnir og ráð á vegum sveitarfélagsins á næsta fundi.

3.Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að hefja vinnu við gerð nýrrar jafnréttisáætlunar og ákveður að hafa sérstakan vinnufund til þess í september. Stefnt verði að því að ljúka gerð nýrrar jafnréttisáætlunar fyrir áramót. Leitað verður til annarra nefnda sveitarfélagsins við gerð og framkvæmd áætlunarinnar.

4.Fjölskyldustefna 2010 - 2014

Málsnúmer 1008036Vakta málsnúmer

Nefndin ákveður að halda áfram vinnu við gerð fjölskyldustefnu, sem komin var nokkuð á veg á síðasta kjörtímabili. Starfsmönnum falið að gefa nefndinni yfirlit um stöðu málsins á næsta fundi.

5.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Málsnúmer 1007103Vakta málsnúmer

Fundarboð lagt fram. Nefdnin ákveður að senda fulltrúa á fundinn sem haldinn verður 10. - 11. september á Akureyri.

6.Samkomulag um fjárhagsgrundvöll yfirfærslu málefna fatlaðra

Málsnúmer 1007022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um niðugreiðslu á gjaldi hjá dagmóður

Málsnúmer 1007105Vakta málsnúmer

Erindið samþykkt, sjá trúnaðarbók

8.Beiðni um fjárstuðning við tómstundahóp Rauða krossins

Málsnúmer 1005269Vakta málsnúmer

Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands heldur úti þessu starfi fyrir fatlaða. Sótt er um 200.000 kr styrk, sem er í samræmi við fyrri styrki og rúmast innan fjárhagsáætlunar. Samþykkt. Greiðist af gjaldalið 02130.

Fundi slitið - kl. 11:15.