Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

132. fundur 04. nóvember 2008 kl. 12:00 - 13:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri og Gunnar Magnús Sandholt félagsmálastjóri.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 Æskulýðs-og íþróttamál

Málsnúmer 0810033Vakta málsnúmer

Lagt er til við byggðaráð að gjaldskrá íþróttamannvirkja verði óbreytt á næsta ári. Leigusamningar sem í gildi eru verði óbreyttir.
Lagt til að innri leiga skólanna og styrkur til íþróttahreyfingarinnar fyrir afnot af íþróttamannvirkjum verði leiðrétt í samræmi við notkun og raunkostnað.

2.Fjárhagsáætlun 2009 Félagsmál

Málsnúmer 0810032Vakta málsnúmer

Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar: Nefndin samþykkir að hækka grunnupphæð fjárhagsaðstoðar og verði hún 90% af grunnupphæð atvinnuleysisbóta. Miðað við núverandi greiðslur er um 37% hækkun að ræða, úr 99.325, í 122.400 kr.
Vísað til byggðarráðs.
Niðurgreiðsla dagvistunar barna á einkaheimilum: Nefndin samþykkir að hækka viðmiðunarupphæðir 6. gr. reglna um niðurgreiðslu um 6%, með það að markmiði að mismunur á leikskólagjaldi og dagmæðragjaldi verði svipaður og verið hefur. Þessi mismunur er þó undir gjaldskrá hverrar dagmóður kominn. Vísað til byggðarráðs.
Gjaldskrá og reglur heimaþjónustu: Nefndin samþykkir að þær verði óbreyttar: Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greiða gjald fyrir hverja unna vinnustund sem nemur launaflokki 123, 5 þrepi, samkvæmt samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, að viðbættu orlofi og launatengdum gjöldum. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en lágmarks lífeyristekjur Tryggingastofnunar, eins og verið hefur. Þjónustuþegar með tekjur sem eru allt að 50 % hærri en viðmiðunartekjur
greiða gjald sem nemur 1/3 af tímakaupi starfsmanns og þeir sem hafa tekjur sem eru hærri en 75 % af viðmiðunartekjum greiða fullt tímakaup starfsmanns.
Vísað til byggðarráðs.
Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðra: Nefndin samþykkir að akstursþjónusta fyrir fatlaða verði gjaldfrjáls. Vísað til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 13:45.