Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

133. fundur 11. nóvember 2008 kl. 09:15 - 10:32 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Þórdís Friðbjörnsdóttir
Dagskrá

1.Umsókn um rekstrarstyrk 2009

Málsnúmer 0811001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2009. Sveitarfélagið hefur veitt Kvennaathvarfinu rekstrarstyrki undanfarin ár og er málinu vísað til umræðu um styrki að lokinni gerð fjárhagsáætlunar.

2.Þjónustuhópur aldraðra í Skagafirði - skipan

Málsnúmer 0811018Vakta málsnúmer

Þjónustuhópur aldraðra skal starfa í sveitarfélaginu skv. lögum um málefni aldraðra. Með nýjum lögum um vistunarmat hefur hlutverki þjónustuhóps verið breytt og hefur dregist að fullskipa í hópinn.
Lagt fram bréf Þórunnar Elfu Guðnadóttur þar sem hún óskar lausnar frá setu í þjónustuhópi aldraðra. Bréfinu vísað til sveitarstjórnar. Jafnframt lagt til við sveitarstjórn að félagsmálastjóri verði skipaður í hennar stað og að leitað verði tilnefningar fulltrúa Heilbrigðisstofnunar og Félags eldri borgara í Skagafirði í þjónustuhópinn.

3.Umsókn um leigu íþróttahússins á Sauðárkróki undir þorrablót sameinaðra hreppa

Málsnúmer 0810075Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að leigja íþróttahúsið undir samkomuna, enda liggi fyrir samþykki Brunavarna og Heilbrigðiseftirlits um hámarksfjölda samkomugesta.
Frístundastjóra falið að afgreiða aðrar umsóknir sem eru í farvatninu með sambærilegum hætti.

4.Sölu- og nytjamarkaður í Reiðhöllinni

Málsnúmer 0811025Vakta málsnúmer

Jenný Inga Eiðsdótttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Félags- og tómstundanefnd beinir því til Framkvæmdaráðs sveitarfélagsins að beita sér fyrir sölu- og nytjamarkaði í Reiðhöllinni þar sem fólki og félagasamtökum yrði gefinn kostur að auka tekjur sínar og koma heimilisiðnaði og -framleiðslu, notuðum hlutum og fötum, jólavarningi osfrv. á framfæri auk þess sem fólk getur komið saman og átt ánægjulegan dag saman í skammdeginu."
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:32.