Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

160. fundur 07. júlí 2010 kl. 10:00 - 12:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006239Vakta málsnúmer

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri setur fundinn . Gerð er tillaga um Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur sem formann og er það samþykkt samhljóða.

2.Kosning varaformanns Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006240Vakta málsnúmer

Gerð er tillaga um Bjarka Tryggvason sem varaformann og er það samþykkt samhljóða.

3.Kosning ritara Félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1006241Vakta málsnúmer

Gerð er tillaga um Þorstein Tómas Broddason sem ritara og er það samþykkt samhljóða.

4.Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdir við Sundlaugina Sólgörðum

Málsnúmer 1004014Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi greinir frá aðkomu Frístundasviðs að rekstri laugarinnar. Búið er að gera rekstrarsamning við Ingunni Mýrdal um rekstur laugarinnar í sumar. Laugin verður opin með sama hætti og síðustu sumur. Framkvæmdir við laugina standa enn yfir og verður laugin opnuð um leið og þeim lýkur. Búið er að ræða við heimamenn í Fljótum um að halda fund með þeim í haust þar sem leitað verður að framtíðarlausnum.

Fundi slitið - kl. 12:30.