Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

134. fundur 25. nóvember 2008 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir, Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir
Dagskrá

1.Umsjón með íþróttavellinum á Hofsósi

Málsnúmer 0811027Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að ræða við stjórn ungmennafélagsins Neista um fyrirkomulag á rekstri vallarins á Hofsósi.

2.skýrsla vegna slyss í Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 0811026Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir skýrslur vegna tveggja óhappa sem urðu í Sundlaug Sauðárkróks á árinu. Verklagsreglur kynntar og lagt til að þær gildi í öllum sundlaugum sveitarfélagsins.

3.Útfærsla á greiðslu Hvatapeninga v. Vetrartím

Málsnúmer 0806061Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að umsóknarfrestur um Hvatapeninga fyrir vetrarstarf á árinu 2008 verði 19. des 2008 og seinni umsóknarfrestur 15. janúar 2009. Nefndin leggur áherslu á að fyrirkomulag Hvatapeninga verði vel kynnt.

4.UMFÍ 36. sambandsráðsfundur, tillaga 14

Málsnúmer 0811007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. UMFÍ hvetur sveitarstjórnir til að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu á þessum viðsjárverðu tímum.

5.Ályktun ÍSÍ um áherslu á barna- og unglingastarf

Málsnúmer 0811068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Stjórn ÍSÍ hefur ályktað um að leggja beri áherslu á að treysta stoðir barna- og unglingastarfs. Ef forgangsraða á fjármunum verði grundvöllur grasrótarstarfsins látinn vera í öndvegi.

6.Sölu- og nytjamarkaður í Reiðhöllinni

Málsnúmer 0811025Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð vísaði tillögunni til skoðunar hjá sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs. Henni var svo beint til áhugahópa. Einn af þessum hópum verður með markað í Aðalgötunni á Sauðárkróki nú á jólaföstunni.

Fundi slitið - kl. 10:00.