Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

123. fundur 15. apríl 2008 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir Félagsmálastjóri og Frístundastjóri
Dagskrá

1.Félag eldri borgara Hofshrepps styrkur til félagsstarfs

Málsnúmer 0804006Vakta málsnúmer

Samþykkt að veita 90.000.- króna styrk fyrir árið 2008. Vakin er athygli félagsins á því að styrkur frá síðasta ári er ósóttur.

2.Fjölskyldustefna

Málsnúmer 0804025Vakta málsnúmer

Rætt um fjölskyldustefnu. Ákveðið að funda sérstaklega um verkefnið og félagsmálastjóra og frístundastjóra falið að undirbúa fundinn í samráði við formann nefndarinnar.

3.Hjartastuðtæki- gjöf til íþróttamannvirkjanna tveggja á Sauðárkróki

Málsnúmer 0804021Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd þakkar Kvenfélagi Sauðárkróks fyrir höfðinglega gjöf.

4.Hvatarpeningar 2008

Málsnúmer 0804008Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að Hvatarpeningar árið 2008 verði 10.000.- krónur. Forsendur fyrir greiðslu þeirra eru að barnið stundi amk. 2 íþróttagreinar og eina tómstund/menningu að lágmarki í 4 vikur eða að námskeiðsgjald nemi kr. 30.000.-

5.Tillaga að endurskipun í stýrihópinn Allt hefur áhrif- einkum við sjálf

6.Endurskoðun samninga við Flugu hf

7.Ráðningar í sumarafleysingar í málaflokki 06

8.Íris Baldvinsdóttir - ósk um leyfi frá nefndastörfum

Fundi slitið - kl. 10:00.