Fara í efni

Félagsmálanefnd

9. fundur 13. október 1998 kl. 14:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1998, þriðjudaginn 13. október kl. 14:00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mættir voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra Árdís Antonsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir.

 

Dagskrá:

            1.   Húsnæðismál.

            2.   Dagmæður.

            3.   Erindi frá Kvennaathvarfi.

            4.   Fulltrúar í Stjórn Dvalarheimilisins Sauðár.

            5.   Trúnaðarmál.

            6.   Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Sjá húsnæðismálabók.

2. 

a)    Nefndin samþykkir að veita Margréti Helgadóttur, kt. 260473-3959, Sæmund­argötu 11, leyfi til daggæslu barna. Starfsmönnum félagsmálanefndar falið að sjá um endurnýjun á eldri leyfum til dagmæðra.

b)   Lagt fram bréf frá jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra.

c)    Borið upp erindi frá dagmæðrum í Lýtingsstaðahreppi. Árdísi falið að vinna í málinu.

3. Borist hefur erindi frá Kvennaathvarfinu. Nefndin samþykkir að taka þátt í fræðslu og kynningarátaki Samtaka um kvennaathvarf.

4. Tillaga kom fram um Gest Þorsteinsson og Jón Karlsson í stjórn Dvalarheimilisins Sauðár. Samþykkt.

 5. Sjá Trúnaðarmálabók.

 6. Önnur mál:  Engin.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

 

Lovísa Símonardóttir ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                      

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                          

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir