Fara í efni

Félagsmálanefnd

56. fundur 07. nóvember 2000 kl. 13:15 - 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2000, þriðjudaginn 7. nóv. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Trausti Kristjánsson.

Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Árdís Antonsdóttir.

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Landsfundur jafnréttismála
  4. Erindi frá sýslumanni dags. 11.08.2000.
  5. Gjaldskrá heimaþjónustu
  6. Önnur mál.

 
Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

  • 6 umsóknir um viðbótarlán, sjá innritunarbók.
  • Innlausn á íbúð að Laugatúni 7, sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúðum.  Víðimýri 8, Jöklatún 18, Nátthagi 16, Skógargata 2, Víðigrund 22, Víðigrund 24, Víðimýri 4, Laugatún 10 og Jöklatún 4.  Sjá innritunarbók.
  • Ósk um heimild til að leigja íbúð Víðigrund 8.  Sjá innritunarbók.

 Elsa vék af fundi.

 2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.

 3. Landsfundur jafnréttisnefnda.

Lögð fram til kynningar dagskrá fundarins. Nefndarmönnum boðið að sækja fundinn.

4. Erindi frá sýslumanni.

Bréf frá sýslumanni varðandi opinbera dansleiki rætt.  Áformað að svara bréfinu.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir mætir á fundinn.

5. Gjaldskrá heimaþjónustu.

Þórunn Elfa Guðnadóttir, umsjónarmaður heimaþjónustu, mætir á fundinn og fylgir eftir drögum að nýrri og breyttri gjaldskrá.  Rætt um forsendur gjaldskrárinnar og hvaða breytingar séu hugsanlegar.  Ákveðið að samræma reglugerð um heimaþjónustu og gjaldskrána.  Þórunn Elfa víkur af fundi.

6. Önnur mál.

6.1.   Erindi frá Háskóla Íslands varðandi þátttöku sveitarfélagsins í rannsókninni “Fjárhagsaðstoð og fátækt”.  Lagt fram til kynningar.

6.2.   Tilboð í akstur með eldri borgara í Ljósheima.

- Gísli Rúnar Jónssson gerir svohljóðandi tilboð fyrir hönd Suðurleiða:  10.250 kr. fyrir hvern dag sem akstur fer fram.

- Steinn Sigurðsson gerir svohljóðandi tilboð: 7.000 kr. fyrir hvern dag sem akstur fer fram.

- Ákveðið að taka tilboði Steins Sigurðssonar.

6.3.   Erindi frá félagi eldri borgara lagt fyrir á ný.  Sótt um til Byggðaráðs að veita félagi eldri borgara 50.000 kr. styrk fram að áramótum. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.4.   Erindi þar sem óskað er eftir fylgdarmanni fyrir liðþega til læknisferðar.  Starfsmanni falið að leysa málið. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.00.

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Elinborg Hilmarsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir