Fara í efni

Félagsmálanefnd

58. fundur 05. desember 2000 kl. 13:15 - 15:32 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2000, þriðjudaginn 5. des. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Trausti Kristjánsson.

Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Árdís Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra.
  4. Gjaldskrá heimaþjónustu
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1. Húsnæðismál.

  • Tvö viðbótarlán afgreidd, sjá innritunarbók. 
  • Þrjár íbúðir leigðar, Grenihlíð 32, Laugatún 9 og Víðimýri 10, sjá innritunarbók.
  • Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti, dags. 23. nóv. 2000, varðandi reglur húsnæðisnefnda um staðfestingu á rétti til viðbótarlána skv. VII. kafla laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og II. kafla reglugerðar nr. 783/1998 um viðbótarlán.  Bréfinu fylgir fyrirmynd að reglum fyrir húsnæðisnefndir vegna málsmeðferðar við staðfestingu á rétti til viðbótarlána.  Lagt fram til kynningar.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.

3. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra, lagðar fram til kynningar.

4. Gjaldskrá heimaþjónustu.

Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði.  Tillagan er samþykkt af hálfu nefndarmanna.

5. Önnur mál.

5.1.   Drög að fjárhagsáætlun kynnt.  Ákveðið að félagsmálanefnd hittist vegna fjárhagsáætlunar 11. desember nk.

5.2.   Bréf sýslumanns vegna dansleikja rætt.  Ákveðið að reyna að ná sameiginlegri bókun félagsmálanefndar, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og barnaverndarnefndar vegna málsins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.32.

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson