Fara í efni

Félagsmálanefnd

65. fundur 27. febrúar 2001 kl. 13:15 - 15:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 27. febrúar kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
  4. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Skagafirði.
  5. Kynnt kjarnanámskeið fyrir heimaþjónustu.
  6. Lögð fram drög að handbók um liðveislu og frekari liðveislu ásamt starfslýsingum.
  7. Önnur mál

Afgreiðslur: 

1. Húsnæðismál.

  • Þrjár umsóknir um viðbótarlán.  Allar samþykktar, sjá innritunarbók.
  • Leiga á 2ja herbergja íbúð í Víðimýri 8, sjá innritunarbók.
  •  Innlausn á íbúð í Víðimýri 8 getur ekki tekið fullt gildi fyrr en búið er að gera eignaskiptasamning fyrir Víðimýri 8 og 10.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

Ásdís Guðmundsdóttir mætir á fundinn.

3. Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum. 

Reglurnar hafa verið túlkaðar þannig að þær gildi eingöngu fyrir börn einstæðra foreldra.  Ákveðið að endurskoða reglur um niðurgreiðslu og starfsmönnum falið að leggja drög að breytingum fram á næsta fundi. 

4. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Skagafirði.

Þegar samningar eru gerðir, sbr. 4. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra, skal að jafnaði hafa hliðsjón af reglum Tryggingastofnunar ríkisins um þátttöku í ferðakostnaði innanlands, í þeim tilvikum þegar reiknaður er kostnaður samkvæmt kílómetragjaldi.

5. Kynnt kjarnanámskeið fyrir heimaþjónustu.

Stéttarfélagið Aldan er með í undirbúningi kjarnanámskeið fyrir starfsfólk heimaþjónustu.  Aldan skipuleggur námskeiðið en Félagsþjónusta Skagafjarðar hefur komið að málinu með því að leggja fram leiðbeinendur.  Í bréfi frá Öldunni dags. 22.01. sl. er farið fram á að Félagsþjónusta Skagafjarðar taki tillit til aksturskostnaðar vegna starfsfólks heimaþjónustu í dreifbýli sem sækir námskeiðið.  Félagsmálastjóra falið að ganga frá málinu.  Ásdís Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

6. Lögð fram drög að handbók um liðveislu og frekari liðveislu ásamt starfslýsingum.

7. Önnur mál

Næsti fundur nefndar verður þriðjudaginn 6. mars kl. 13.15. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.30

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Helgi Sigurðsson