Fara í efni

Félagsmálanefnd

78. fundur 11. september 2001 kl. 13:15 - 15:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 11. september, kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1315.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Guðrún Sölvadóttir, Helgi Sigurðsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar: Elsa Jónsdóttir, Gunnar M. Sandholt og Árdís Antonsdóttir, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Staða fjárhagsáætlunar.
  3. Jafnréttismál:
    a) staða jafnréttisáætlunar
    b) tillaga um námskeið um sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál með það að markmiði að hvetja konur til að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum
    c) lagt fram að nýju bréf Jafnréttisstofu um málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns, sem haldið verður í Stykkishólmi föstudaginn 21. september n.k.
  4. Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði
  5. Ræddar reglur um  niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum
  6. Önnur mál.
    a) Lagt fram bréf byggðarráðs, dags. 6.9.2001, varðandi launað leyfi starfsmanns til að sækja staðbundin námskeið sem hluta fjarnáms

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál
    a) Leiga á tveimur íbúðum á Hofsósi og í Víðimýri, sjá innritunarbók.
    b) Samþykkt viðbótarlán, sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.

2. Staða fjárhagsáætlunar rædd á ný.

Félagsmálastjóri kynnti stöðuna. Endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir 2001 er að hefjast.

3. Jafnréttismál:
a) Félagsmálastjóri kynnir stöðu jafnréttisáætlunar.
b) Tillaga um námskeið um sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál með  það að markmiði að hvetja konur til að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.

Félagsmálastjóra falið að hafa samband við formenn flokka og auglýsa námskeiðið. Jafnframt ákveður félagsmálanefnd að taka frá fjármagn af liðnum 02-89 til verkefnisins. Miðað verði við að námskeiðið verði haldið ekki seinna en í nóvember 2001.
c) Lögð fram úttekt á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar.
d) Lagt fram að nýju bréf Jafnréttisstofu um málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns, sem haldið verður í Stykkishólmi föstudaginn 21. september n.k.

4. Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði. Umræður urm reglurnar. Ákveðið að framhald umræðna verði síðar.

5. Ræddar reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum. Félagsmálastjóra og formanni falið að gera tillögur um orðalagsbreytingar á grundvelli umræðna.

6. Önnur mál:
a) Lagt fram bréf byggðarráðs, dags. 6.9.2001, varðandi launað leyfi starfsmanns til að sækja staðbundin námskeið sem hluta fjarnáms. Bréfinu vísað til félagsmálastjóra að gera tillögu um afgreiðslu máls viðkomandi starfsmanns svo og að gera tillögu að efnislegu svari til byggðarráðs.
b) Ákveðið hefur verið að starfsdagar vegna þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra verði á Löngumýri 24. og 25. september nk. Málið kynnt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15,15.

Stefnt á að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 20. september 2001 kl. 12,00.

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Helgi Sigurðsson

Guðrún Á. Sölvadóttir