Fara í efni

Félagsmálanefnd

80. fundur 01. október 2001 kl. 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, mánudaginn 1. október - kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt.

Dagskrá:

1.Húsnæðismál.
a) Málefni einstaklinga.
b) Kynnt vinna nefndar um félagslega íbúðakerfið

2. Trúnaðarmál

3. Lögð fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði

4. Ræddar að nýju reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum.

5. Lagt fram bréf varðandi félagsstarf aldraðra á Hofsósi.

6. Kynnt dagskrá og fjárhagsáætlun vegna námskeiðs um sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál, með það markmið að hvetja konur til að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.

 

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

a) Kynnt vinna nefndar um félagslega íbúðakerfið.

Ásdís Guðmundsdóttir gerði grein fyrir starfi nefndarinnar.

b) Málefni einstaklinga.

  • Ósk um áframhaldandi leigu á íbúð.  Ákveðið að gera leigusamning til þriggja mánaða, sjá innritunarbók.
  • Ósk um áframhaldandi leigu á íbúð.  Ákvörðun frestað, sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúð í Grenihlíð 32 efri hæð, sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúð í Grenihlíð 32 n.h., sjá innritunarbók.

Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

  • Leiga á íbúð í Grenihlíð 26 e.h., sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúð í Laugatúni 7 e.h., sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúð í Víðigrund 24 1. h.h, sjá innritunarbók.
  • Samþykkt viðbótarlán, sjá innritunarbók.

2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.

3. Lögð fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Reglurnar samþykktar með áorðnum breytingum og vísað til Byggðarráðs.

4. Ræddar að nýju reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum.
Reglurnar samþykktar með áorðnum orðalagsbreytingum. 

5. Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Hofshreppi (hinum gamla) varðandi styrk vegna félagsstarfs aldraðra á Hofsósi.
Samþykktur styrkur að upphæð kr. 60.000-

6. Kynnt dagskrá og fjárhagsáætlun vegna námskeiðs um sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál, með það markmið að hvetja konur til að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr.190.000- og verður tekið af liðnum  02-06-89.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir