Fara í efni

Félagsmálanefnd

87. fundur 28. janúar 2002 kl. 15:00 - 16:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2002, mánudaginn 28. janúar  kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt.

 

Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Áætlun um þörf á leiguhúsnæði.
  3. Greint frá stöðu mála í viðræðum milli KS og Félagsþjónustunnar um áframhaldandi leigu á húsnæði í Aðalgötu 21 fyrir Iðju.
  4. Lögð fram til kynningar útttektarskýrsla Bjarna Kristjánssonar um hæfingu og iðjur á Norðurlandi vestra.
  5. Lögð fram að nýju endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
  6. Lagðar fram beiðnir um rekstrarstyrki.
  7. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra varðandi beiðni um launað námsleyfi vegna fjarnáms.

   8.  Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

  1. Trúnaðarmál - bókuð í trúnaðarbók.
  2. Rædd áætlun um þörf á leiguhúsnæði. Málið rætt og ákveðið að halda umræðum      áfram að næsta fundi.
  3. Félagsmálastjóri greinir frá stöðu mála í viðræðum Félagsþjónustu og KS um áframhaldandi      leigu á húsnæði fyrir Iðju á Aðalgötu 21.      
  4. Skýrsla Bjarna Kristjánssonar um hæfingu og iðjur á Norðurlandi vestra, lögð fram      til kynningar. 
  5. Endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til byggðaráðs.  
  6. Lagðar fram beiðnir um rekstrarstyrki frá Stígamótum og Kvennaathvarfi.  Báðum umsóknum synjað.
  7. Lögð fram beiðni Áslaugar Óskarsdóttur, starfsmanns Iðju, um að halda óskertum      launum allt að 3 vikur á misseri meðan hún stundar fjarnám í      þroskaþjálfun.  Félagsmálanefnd      fellst á erindið.
  8. Önnur mál engin

 

Næsti fundur áætlaður 11. febrúar 2002.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.40

Elinborg Hilmarsdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir