Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

25. fundur 11. júní 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 25 - 11.06. 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 11. júní kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig skólastjórnendur Tónlistarskólans undir lið 1, Sveinn Sigurbjörnsson, Stefán R. Gíslason og Anna Jónsdóttir. Jón Hilmarsson skólastjóri sat fundinn undir lið 2. Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
 
Dagskrá:
1.      Tónlistarskólinn – námsskipan 2007 – 2008 og skólagjöld
2.      Skólastefna
 
Afgreiðslur:
1.       Lagðar fram til umræðu hugmyndir stjórnenda Tónlistarskóla Skagafjarðar um breytta námsskipan fyrir skólann.
a) Skólanum verður skipt í 5 deildir og taki breytingar gildi skólaárið 2007-2008.
Suzukídeild: Námið byggist á aðferðafræði Suzukí.
Almenn deild: Markmið: Að gefa börnum kost á því að kynnast tónlistarnámi  á sínum forsendum, án þess að þurfa að standast þær kröfur sem gerðar eru í hefðbundnu tónlistarnámi. Námsmat kemur í stað almennra prófa, hliðargreinum sleppt. Almennri deild lýkur með 1. stigi.
Áfangadeild:  Grunnnám - einkakennsla. ( áhersla  lögð á fulla kennslu). Lagt verður meira upp úr prófum og samleik. Kjarnagreinar  s.s. tónfræði, tónlistarsaga, tónheyrn. Áfangadeild lýkur með grunnprófi
Mið- og framhaldsdeild:  Einkakennsla. 1. klst ásamt kjarnagreinum s.s. hljómfræði, tónlistarsögu, tónheyrn og undirleikstímum. Námskeið, fyrirlestarar, samvinna við aðra skóla og fl. Mið- og framhaldsdeild lýkur með framhaldsprófi.
Söngdeild: verði rekin á skólaárinu 2007-2008 eins og verið hefur í grunndeild, miðdeild og framhaldsnám.
 
b) Gjaldskrá
 
Skólagjald er reiknað fyrir allt árið og er innheimt mánaðarlega nema að annars sé óskað.
 
Tónlistarnám:
Suzukí – byrjendur – hálft nám              35.000 kr.        (30.000)
Suzukí – framhald – fullt nám                 45.000 kr.
Almenn deild:  hálft nám                                    35.000 kr.*      (30.000)
Áfangadeild: fullt nám                            45.000 kr.
Mið- og framhaldsdeild: fullt nám                       53.000 kr.
 
Söngmán:
Grunndeild                                                        62.000 kr.
Miðdeild                                                           68.700 kr.
Framhaldsnám                                                  74.700 kr.
 
Hljóðfæraleiga                                                  7.500 kr.
 
*Ef fleiri en einn nemandi eru í saman í hljóðfæranámi  25.000 kr. á mann
 
Fjölskylduafsláttur er sem hér segir: 2. nemandi fær 25#PR afslátt af skólagjöldum, 3. nemandi fær 50#PR afslátt af skólagjöldum og 4. nemandi greiðir ekkert skólagjald.
 
Fullorðnir (20 ára og eldri) sem stunda nám í Tónlistarskólanum greiða 25#PR hærra skólagjald, en geta þó nýtt sér fjölskylduafslátt eins og aðrir.
 
Nemendur Tónlistarskólans, sem eiga ekki lögheimili í Akrahreppi eða Sveitarfélaginu Skagafirði, greiða 25#PR hærra gjald en aðrir.
 
Uppsögn á skólavist skal vera skrifleg og miðuð við mánaðarmót. Uppsagnarfrestur er tveir mánuðir.
 
Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar en vill gera eftirfarandi breytingar á framlagðri gjaldskrá. Suzukí – byrjendur – hálft nám verði 30.000 krónur. Almenn deild verði einnig 30.000 krónur. Gjaldskránni vísað til byggðaráðs.
 
2.      Unnið að skólastefnu. Jón Hilmarsson lagði fram drög að markmiðum sem nefndin hafði verið að vinna að á síðasta vinnufundi. Drögin rædd og ákveðið að taka þau til lokaafgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar..
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 18.30.