Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

121. fundur 17. maí 2017 kl. 15:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir skólafulltrúi
  • Jóhann Bjarnason skólastjóri grunnskóla
  • Aðalbjörg Þorgrímsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri tónlistarskóla
  • Kristín Halla Bergsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Selma Barðdal Reynisdóttir skólafulltrúi
Dagskrá

1.Starfsdagar í Ársölum 2018

Málsnúmer 1705098Vakta málsnúmer

Starfsfólk leikskólans Ársala hyggur á námsferð til Skotlands í júní 2018. Af því tilefni er óskað eftir heimild fræðslunefndar til að færa hluta af skipulagsdögum, sem alla jafna eru dreifðir yfir árið, saman, þannig að skipulagsdagar verði haldnir 4., 5. og 6. júní 2018. Jafnframt er óskað eftir heimild starfsmanna til að taka sér orlof 7. og 8. júní. Loka þyrfti leikskólanum í eina viku af þessu tilefni, þ.e. frá 4.-8. júní 2018. Nefndin samþykkir tillöguna en ítrekar að málið sé kynnt foreldrum rækilega í tíma.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Staða dagvistarmála á Sauðárkróki

Málsnúmer 1705124Vakta málsnúmer

Í dag, 17. maí eru 23 börn, sem fædd eru á árinu 2016, á biðlista eftir leikskóladvöl, þar af 17 sem verða orðin eins árs þann 30. ágúst n.k. Nú eru starfandi 2 dagforeldrar með samtals 9 börn í vistun. Vitað er að annað dagforeldrið mun starfa áfram næsta skólaár, ekki er vitað hvort hitt dagforeldrið starfar áfram. Verið er að leita leiða til að fjölga dagforeldrum, en á þessari stundu er ekki vitað hvort það tekst. Nefndin lýsir þungum áhyggjum af stöðu dagvistunarmála á Sauðárkróki.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.Verklagsreglur vegna manneklu í Ársölum

Málsnúmer 1705125Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að verklagsreglum vegna manneklu í Ársölum. Afar erfiðlega hefur gengið að ráða fólk til starfa við leikskólann og jafnframt hafa veikindi verið óvenju mikil í leikskólanum á þessu skólaári. Verklagsreglur sem hér um ræðir gera ráð fyrir að hægt sé að senda börn heim ef mönnun leikskólans er talin undir ásættanlegum mörkum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

4.Ársalir yngra stig - raki í húsnæði

Málsnúmer 1603086Vakta málsnúmer

Með hliðsjón af áhyggjum og umræðum um raka og myglu í leikskólanum Ársölum, yngra stigi, var ákveðið að leita til Verkfræðistofunnar Eflu eftir nánari skoðun. Tekin voru borkjarnasýni úr útveggjum og er beðið niðurstaðna úr þeim sýnum. Vonast er til að niðurstöður þeirra sýna liggi fyrir í lok þessarar viku eða upphafi næstu viku.

5.Kennslukvóti grunnskólanna 2017-2018

Málsnúmer 1705126Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að kennslukvóta fyrir grunnskólana fyrir næsta skólaár. Nefndin samþykkir tillöguna.
Jóhann Bjarnason sat fundinn undir þessum lið.

6.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 1703325Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla.
Jóhann Bjarnason sat fundinn undir þessum lið.

7.Skólapúls - niðurstöður kannana 2016-2017

Málsnúmer 1705093Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður kannana Skólapúlsins 2016-2017. Um er að ræða foreldrakönnun leik- og grunnskóla, starfsmannakönnun grunnskóla og nemendakönnun grunnskóla. Þessar niðurstöður sýna hvernig skagfirskir skólar standa sig í samanburði við aðra skóla í landinu. Niðurstöður þeirra eru í flestum tilvikum afar jákvæðar fyrir skagfirskt skólastarf og mikilvægt að stjórnendur kynni þær vel í sínu skólasamfélagi og nýti þær jafnframt til umbóta og enn frekari uppbyggingar í skólastarfi sinna skóla.
Jóhann Bjarnason sat fundinn undir þessum lið.

8.Tónlistarskóli staða og horfur f.2017-2018

Málsnúmer 1705102Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um stöðu tónlistarskólans og horfur á næsta skólaári. Flutningur skólans á Sauðárkróki í húsnæði Árskóla þykir hafa tekist afar vel þótt enn megi sníða af annmarka.
Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 16:45.