Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

177. fundur 16. febrúar 2022 kl. 16:15 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir skólastjóri leikskóla
  • Bogdís Una Hermannsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sandra Hilmarsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Reglur un innritun barna á leikskóla

Málsnúmer 2202111Vakta málsnúmer

Drög að endurskoðuðum reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Efnislegar breytingar á reglunum snúa fyrst og fremst að 6. grein þar sem leitast er við að skýra betur í hvaða tilvikum foreldrar geta sótt um að börn þeirra njóti forgangs í leikskólann. Að öðru leyti er um orðalagsbreytingar að ræða. Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar þeim til byggðarráðs.

2.Verklagsreglur vegna barna starfsfólks leikskóla

Málsnúmer 2202112Vakta málsnúmer

Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs.

3.Fyrirkomulag skólasunds í efstu bekkjum grunnskóla

Málsnúmer 2201219Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og svar menntamálaráðuneytisins við því. Í bréfi UB er bent á að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og jafnframt bent á að kröfur þær sem aðalnámskrá gerir um hæfniviðmið séu langt umfram það sem nauðsynlegt megi telja til að geta útskrifast úr grunnskóla. Ráðuneytið er hvatt til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í svari ráðuneytisins kemur fram að framundan sé endurskoðun greinasviða aðalnámskrár og að ábendingar UB verði hafðar til hliðsjónar við þá endurskoðun. Málið verður skoðað áfram.

4.Skólavogin 2021-2022

Málsnúmer 2202098Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ýmsar tölulegar upplýsingar úr Skólavoginni en þar er haldið utan um árlegan kostnað sveitarfélaga við rekstur leik- og grunnskóla. Samanburður er gerður út frá ýmsum breytum skólastarfs.

5.Skólapúlsinn 2021-2022

Málsnúmer 2202100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr nemendakönnun 6.-10. bekkjar grunnskóla í Skagafirði sem framkvæmd er af Skólapúlsinum. Skólapúlsinn gerir árlegar kannanir meðal nemenda, starfsfólks og foreldra grunnskólabarna.

6.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2106059Vakta málsnúmer

Fræðslusjóri upplýsti um að búið væri að stofna teymi í öllum grunnskólum Skagafjarðar í samræmi við Aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu áreiti. Aðgerðaáætlun þessi er sett í kjölfar þingsályktunar um efnið og kostað af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hýsir verkefnið og mun skipuleggja námskeið og útbúa fræðsluefni fyrir alla starfsmenn grunnskóla á Íslandi.

7.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 2201268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni barna þar sem áréttað er að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans.

8.Þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál

Málsnúmer 2201257Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilsofbeldi á milli kerfa.

Fundi slitið - kl. 18:00.