Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

64. fundur 23. apríl 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 64 – 23.04.2001

Ár 2001, mánudaginn 23. apríl kl. 13,30 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Örn Þórarinsson, Arnór Gunnarsson varamaður, Bjarni Egilsson. Smári Borgarsson var ekki mættur er fundur hófst en var væntanlegur.
Dagskrá:
                1.      Fundarsetning
                2.      Bréf:
                        a)         Umhverfis- og tækninefnd, dags. 4. apríl ´01.
                        b)         Helgi Sigurðsson, Geirmundur Valtýsson, ódagsett.
                3.      Grenjavinnsla ár 2001
                4.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Símon Traustason, varaformaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega þá Jón Ö. Berndsen og Árna Ragnarsson, en þeir voru mættir vegna liðar 2 í dagskrá.
2.     a)     Umhverfis- og tækninefnd hafði sent landbúnaðarnefnd erindi er varðaði
     stefnumótun um aðalskipulag undirr. af Jóni Ö. Berndsen, skipulags- og
     byggingafulltrúa.
     Þeir félagar, Jón og Árni, gerðu grein fyrir þeirri vinnu, sem fyrirhugað væri að
     vinna við aðalskipulag Skagafjarðar 2001-2012.
     Í meginatriðum mun aðalskipulagið fara fram sem endurskoðun á svæðisskipulagi
     Skagafjarðar frá 1998, sem var reyndar aldrei samþykkt af Skipul. ríkisins,
     sennilega vegna m.a. þeirrar stöðu sem upp kom 1998, þar sem þá urðu til 2
     sveitarfélög í Skagafirði.
  
  Allnokkrar umræður fóru fram um málið og landbúnaðarnefnd mun fá að fylgjast
      með vinnuferlinum og þá sérstaklega er varðar landbúnaðargeirann í skipulaginu.
  
   Landbúnaðarnefnd mun kynna sér greinargerð um  Svæðisskipul. Skagafjarðar
      1998 og senda frá sér breytingartillögu ef þurfa þykir.

b)      Lagt fram ódagsett bréf, undirritað af Helga Sigurðssyni og Geirmundi Valtýssyni, er varðaði afréttargirðingu í Staðarafrétt.
Samþ. var að boða þá aðila til fundar, sem málið varðar.

3.      Grenjavinnsla ár 2001
Mikil umræða hefur farið fram undanfarið um hvernig ná mætti niður kostnaði við refaeyðingu í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarnefnd hefur komið sér saman um eftirfarandi greiðslur til veiðimanna:

      Tillagan samanstendur á eftirfarandi:
1.
Verðlaun pr. dýr
kr.
3.300
2.
Vinna pr. dýr
-
4.500
3.
Akstur pr. dýr
-
900
 
 
-
8.700
 
Vsk
-
2.131
 
 Alls
Kr.
10.831
Landbúnaðarnefnd telur nauðsynlegt að merkja öll þekkt greni í sveitarfélaginu með G.P.S. staðsetningartækjum. Sigurði falið að afla uppl. um kostnað á G.P.S. tækjum og skrifa til veiðimanna og kynna þeim nýtt fyrirkomulag á greiðslum vegna refaveiða.
4.      Önnur mál
Kynnt bréf, er varðaði sorpurðun í Kolkuósi/Ásgarði, undirritað af Steinþóri Tryggvasyni, Bjarna Maronssyni, Halldóri Steingrímssyni, Sigríði Björnsdóttur og Hjalta Þórðarsyni, bréfið er dags. 08.03.01.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16,30
Sigurður Haraldsson, ritari