Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

68. fundur 04. desember 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 68 – 04.12.2001

Ár 2001, þriðjudaginn 4. des. kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1. Mættir voru Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Arnór Gunnarsson varamaður Bjarna Egilssonar og  Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
                1.      Fundarsetning
                2.      Fjárhagsáætlun fjallskilasjóða 2002
                3.      Lögð fram skýrsla um Hlíðarrétt, Vesturdal
                4.      Bréf:
                        a)       Gestur Stefánsson, dags. 5.11.01
                        b)       Fóðurstöðin, Hesteyri, 16.11.01
                        c)       Þjóðminjasafn Íslands, 12.11.01
                5.      Forðagæsla
                6.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Þórarinn setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Fjárhagsáætlun fjallskilasjóða 2002.
Farið var yfir fjárbeiðnir frá fjallskiladeildum, þær höfðu hækkað umtalsvert frá fyrra ári.
Landbúnaðarnefnd fór ítarlega yfir fjárbeiðnirnar og gerði verulegar breytingar til lækkunar, endanleg niðurstaða sem sátt er um frá sveitarfélaginu verða kr. 2.851.800.

3.      Lögð fram skýrsla um Hlíðarrétt, undirr. af Sigríði Sigurðardóttur, minjaverði í  Glaumbæ. Hér er um að ræða mjög merkilegt mannvirki sem landbúnaðarnefnd leggur til að verði haldið við. Samþ. var að kanna um styrk úr minjaverndarsjóði.
4.      Bréf:
a)             Lagt fram bréf, dags. 5.11.01, undirritað af Gesti Stefánssyni, Arnarstöðum. Þar kemur fram að vart hefur orðið við tófu í Hrolleifsdal. Óskað er eftir leyfi til að bera út æti og veiða. Þórarni og Sigurði falið að skoða þessi mál almennt og setja reglur um vetrarveiðar.
b)             Sjá trúnaðarbók.
c)             Lagt fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands, dags. 12.11.01. Þar er verið að leita eftir uppl. um reykingu matvæla á ísl. heimilum til sveita.

5.      Forðagæsla: Lagt fram, frá Bjarna Maronssyni, skýrsla um forðagæslu og búfjáreftirlit í Skagafirði frá 1. jan. til vors 2001.
6.      Önnur mál: Rætt var um útrýmingu fjárkláða, stöðuna í dag og framhald. Áætl. kostn. sveitarfél. 1 milljón. Örn gerði grein fyrir fundi á morgun, um aðalskipulag fyrir Skagafjörð, á Kaffi Krók kl. 15,30.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson ritar fundargerð.