Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

70. fundur 10. janúar 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 70 – 10.01.2002.

Ár 2002, fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.oo kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Kaffi Krók.  Undirritaðir mættir.
Eftirfarandi gerðist:
  1. Þórarinn sagði frá fundi sem haldinn var að Hólum í Hjaltadal með bændum úr Hóla- og Viðvíkurhreppum s.l. þriðjudag. Fundurinn var haldinn á vegum yfirdýralæknisembættisins vegna átaks um útrýmingu fjárkláða í Skagafirði og Húnavatnssýslum.  Á fundinn mættu 20 fjáreigendur sem allir voru jákvæðir um að taka þátt í þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.
  1. Þórarinn lagði fram drög að dreifibréfi með upplýsingum til fjáreigenda er varðaði m.a. fyrirkomulag um sprautun og þrif á fjárhúsum svo og þann kostnað er snýr að fjáreigendum.  Landbúnaðarnefnd samþykkti efni dreifibréfsins sem sent verður í dreifingu á morgun.
  1. Ýmis atriði voru rædd um framkvæmd fjárkláðaútrýmingar á svæðinu.  Leitað verður til Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar um að safna upplýsingum um hvert einstakt býli um aðstöðu og ýmis þau atriði sem flýtt og auðveldað geta framkvæmd verksins.
Landbúnaðarnefnd mun nú kl. 14.oo sitja fund sem boðaður hefur verið hér á Kaffi Krók um reiðvegi í sveitarfélaginu í tengslum við gerð aðalskipulags sem nú er í vinnslu.
Fleira ekki gert.  Fundi slitið.
Sigurður Haraldsson ritar fundargerð.