Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

6. fundur 19. september 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 6 – 19.09.2002

             Ár 2002, fimmtudaginn 19. sept kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Ráðhússins á Sauðárkróki.
            Til fundarins var boðuð umhverfisnefnd sveitarfélagsins, tæknifræðingur og sveitarstjóri og fulltrúi heilbrigðiseftirlits.
Eftirtalin voru mætt:
Frá landbúnaðarnefnd: Bjarni Egilsson, Einar Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndarinnar.
Frá umhverfisnefnd: Ómar Unason, Viðar Einarsson og Elinborg Hilmarsdóttir.
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, Hallgrímur Ingólfsson, tæknifræðingur og Steinunn Hjartardóttir frá heilbr.eftirliti. 
Eftirfarandi gerðist: 
Bjarni Egilsson setti fund og bauð fundarfólk velkomið til fundar. Hann greindi frá tilefni þess að umhverfisnefnd er boðuð til fundar með landbúnaðarnefnd, hann greindi frá aðkomu landbúnaðarnefndar að salmonellusýkingu, sem upp kom í Hegranesi og sagði í stuttu máli frá ferlinu og ræddi almennt um fráveitumál og benti á að störf nefndanna sköruðust í ýmsum atriðum. Ljóst er að átak þarf að gera í fráveitumálum.
Almenn umræða fór nú fram um fráveitumál til sveita og í þéttbýli, fram kom hjá Hallgrími að sveitarfélagið lét gera könnun fyrir um 4 árum um ástand fráveitumála. Í tveim sveitarfélögum, Viðvíkursveit og Hegranesi, var búið að gera átak í fráveitumálum áður en sameining fór fram, en ástandið víða slæmt. Ársæll taldi að sveitarfélagið væri tilbúið að setja upp áætlunarplan um úrbætur.
Mjög gagnleg umræða fór fram hjá fundarfólki og ljóst er að hér er á ferðinni mjög dýr framkvæmd, sem fjölmargir aðilar koma að og mjög mismunandi kostnaður milli býla. Úrbætur á Sauðárkróki m.a. áætlaðar 200-300 millj. Hallgrímur upplýsti að unnið sé að heildarskýrslu um ástand mála í sveitarfélaginu. 
Niðurstaða umræðu um fráveitumál: 
      1.          Stuðla að því að tæming rotþróa, sem fyrir eru í sveitarfélaginu, fari fram í haust.
      2.          Í framhaldi þeirrar skýrslu um fráveitumál, sem unnið er að á vegum sveitarfélagsins og væntanleg er á næstunni, verði unnið að framkvæmdaáætlun um úrbætur á fráveitum í sveitum. 
Fram kom að heilbrigðiseftirlitið hefur boðað til fundar um fráveitumál í Hótel   Varmahlíð mánud. 23. sept. n.k. 
Fleira ekki gert, fundi slitið. 
                                    Sigurður Haraldsson