Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

23. fundur 02. júní 2004
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 23  – 02.06.2004

 
 
            Ár 2004, miðvikudaginn 2. júní kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar á Kaffi Krók.
Mættir voru Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Til þessa fundar voru boðaðir refaveiðimenn, sem séð hafa um veiðarnar fyrir sveitarfélagið. Veiðimenn vestan vatna mæta f.hádegi en austan vatna menn um hádegi.
Mættir voru af vestursvæðinu þeir Birgir Hauksson, Baldvin Sveinsson og Indriði Sigurjónsson; Guðsteinn Guðjónsson hafði haft samband við Sigurð og tjáð honum að hann væri fram á fjöllum í grenjaleit.
 
Eftirfarandi gerðist:
 
1.Árni setti fund og bauð viðstadda velkomna. Hann gerði grein fyrir tilefni þess að boða veiðimenn til fundar en það var að ræða um fyrirkomulag á veiðum vorið 2004.
Á sl. ári fór kostnaður allnokkuð fram úr fjárhagsáætlun, síðan bættist við skerðingarákvörðun Umhverfisstofnunar, þannig að kostnaður við veiðarnar fór verulega fram úr áætlun á sl. ári. Stefnt er að því að halda sig innan fjárhagsáætlunar og til þess að svo megi verða þá var samþ. að veiðimenn skili inn reikningum og skottum fyrir veiðar mánaðarlega, svo hægt verði að fylgjast með kostnaði.
Rætt var mikið um tilhögun veiðanna og m.a. þegar vart verður við dýrbít – og hvernig þá skuli bregðast við. Þá var rætt um æðarvörpin, að öðru leyti verða veiðar framkvæmdar með svipuðu formi og verið hefur. Viku þeir nú af fundi, þeir Birgir, Baldvin og Indriði.
Um hádegi mættu til fundar Þorlákur Sigurbjörnsson, Gunnar Steingrímsson, Jón Númason, Halldór Ólafsson og Þorsteinn Ólafsson.
Rætt var við þessa veiðimenn á sama grunni og þá sem mættu til viðræðna fyrir hádegi og gerði Árni grein fyrir þeim viðræðum.
Niðurstaða viðræðna við veiðimenn, sem mættu hjá Landbúnaðarnefnd, er sú að fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og var á sl. ári. Betur verði fylgst með kostnaði m.a. með því að skila inn reikningum og skottum mánaðarlega og verður svo að sjá til hvað umfangið verður.
Verðlaun fyrir dýr hækka um 3#PR og fylgir því alm. kauphækkun um sl. áramót.
Ekki er talið óeðlilegt að æðarbændur taki þátt í kostnaði við veiðar í æðarvörpum t.d. á sama grunni og ætlunin er að veiðifélög geri. Þá var mjög rætt um hvernig nágrannasveitarfélög standa að veiðum, en við athugun hefur komið í ljós að þar er misbrestur á.
Samþykkt var að hafa samband við viðkomandi sveitarfélög.
Halldór Ólafsson, Þorsteinn Ólafsson og Þorlákur Sigurbjörnsson viku nú af fundi.
 
Gunnar Steingrímsson og Jón Númason, sem báðir eru í fjallskilanefnd Austur-Fljóta óskuðu eftir að fá að ræða við Landbúnaðarnefnd varðandi fjallskilamál og þá sérstaklega um réttarbyggingu en Stíflurétt eyðilagðist í snjóflóði í vetur.
Fram kom hjá Gunnari fjallskilastjóra að niðurstaða er komin og samþykkt bænda á svæðinu um að byggja skilarétt í landi Nýræktar, en þar er þegar hafinn undirbúningur með lagningu vegar og að undirstöðum.
Koma þarf upp aðstöðu til sundurdráttar þar sem gamla Stífluréttin stóð. Ekki hefur enn borist svar frá Bjargráðasjóði við ósk um bætur vegna Stífluréttar.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fjallskilanefnd leggi fram teikningar og hugmynd um fyrirkomulag framkvæmdar, en heimamenn eru reiðubúnir að koma að þessum framkvæmdum með sjálfboðavinnu að einhverju leyti.
 
2.Kosningar:
Jón Eyjólfur Jónsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem fjallskilastjóri í Staðarhreppi. Í hans stað var kosinn Kristján Eymundsson, Árgerði.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
                    Sigurður Haraldsson. ritari