Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

24. fundur 16. júní 2004
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 24  – 16.06.2004

 
 
            Ár 2004, miðvikudaginn 16. júní kl. 1130, komu saman í Höfðaborg, Hofsósi Landbúnaðarnefnd, Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur, fjallskilanefndir Unadals og Deildardals og Sigurður Haraldsson, starfsmaður Landbúnaðarnefndar.
 
Áður en sest var niður í Höfðaborg var farið í vettvangsferð um nágrenni Hofsóss til að skoða ástand girðinga og girðingalaus svæði.
Ljóst er að Hofsós er að stórum hluta opinn fyrir búpeningi þar sem girðingar eru í ólagi neð Siglufjarðarvegi og sum svæði eru girðingalaus, ristarhlið vantar á báðar innkeyrslur í þorpið.
Vegagerð á eftir að girða með Siglufjarðarvegi á löngum köflum.
 
Upptalning á því brýnasta til úrbóta og lýsing á aðstæðum:
 
1.Frá Vatni að Bræðrá er engin girðing ofan vegar. Nauðsynlegt að byrja að girða milli Vatns og Höfða.
2.Frá Bæjarafleggjara að girðingarenda í Hofslandi, vestan vegar, vantar alveg girðingu svo og ristarhlið á Bæjarafleggjara.
3.Ristarhlið þarf að segja á Engihlíðar- og Þrastastaðaafleggjara.
4.Engin girðing er neðan vegar frá Hofsá að Grafará. Ef girðingum austan Siglufjarðarvegar er komið í lag með tilheyrandi pípuhliðum þarf ekki að girða á milli Hofsár og Grafarár. Laga þarf girðingar og gera fjárheldar að hliði á Unadalsvegi.
5.Sunnan Grafarár – setja þarf upp nýja girðingu austan vegar fyrir Grafargerðislandi og Grafar, setja þarf pípuhlið á afleggjara í Deildardal.
 
Fjallskilamál:
Réttað verður í Deildardalsrétt í haust, stefnt er að byggingu nýrrar réttar á næsta ári. Hallgrímur er að vinna í því máli.
 
Rætt var um beitarhólf í Hofsósi og annað það land, sem sveitarfélagið á, en Landbúnaðarnefnd hefur falið fjallskilanefnd að sjá um leigu og nýtingu hólfanna.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
                                            Sigurður Haraldsson