Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

27. fundur 26. nóvember 2004

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 27  – 26.11.2004

 
 
            Ár 2004, föstudaginn 26. nóvember kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, (Áhaldahúsi), Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá og afgreiðslur
 
1.      Fjárhagsáætlun 2005
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2005 til byggðarráðs. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að refa- og minkaeyðing hækki frá fyrra ári um 1,1 millj. Hagrætt hefur verið á móti í ýmsum liðum þannig að niðurstöðutölur lækka um 300 þús. frá áætlun 2004.
 
2.      Rætt var um innheimtumál fjallskiladeilda.
 
3.      Lögð fram fundargerð, dags. 2. nóv.’04, undirrituð af Skarðsárnefnd, í 2 tölusettum liðum.
Landbúnaðarnefnd vísar fyrri lið fundargerðar til Skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skoðaðar verði hugmyndir um sumarhúsabyggð á svæðinu.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
                                                           Sigurður Haraldsson, ritari