Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

176. fundur 13. nóvember 2014 kl. 10:30 - 14:16 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Fyrsti liður á dagskrá, 1405040 - Flokkun á sorpi í dreifbýli, var tekinn fyrir á sameiginlegum fundi með umhverfis- og samgöngunefnd.

1.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu sameiginlegan fund fulltrúar og áhreynarfulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar auk Indriða Þ. Einarssonar sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Rætt um tilraunaverkefni við flokkun á sorpi í Hegranesi og almennar umræður um sorpmál í dreifbýli.

Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu mætti á fund nefndanna og fór yfir tilraunaverkefni í flokkun á sorpi í Hegranesi.
Sorp hefur nú verið flokkað í Hegranesi í þrjá mánuði, frá ágúst til október. Á hverjum bæ er 660 lítra kar undir almennt sorp og 240 lítra tunna undir flokkaðan úrgang. Ílátin eru tæmd tvisvar í mánuði. Verkefnið hefur gefist vel og flestir íbúar ánægðir með þjónustuna. Ákveðið var að halda verkefninu áfram út árið 2014.
Ræddar voru breyttar útfærslur á sorphirðu í dreifbýli og gjaldskrá fyrir þjónustuna. Stefnt verður að flokkun á sorpi í dreifbýli í náinni framtíð. Sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og formanni umhverfis- og samgöngunefndar falið að koma með tillögur um útfærslu og gjaldskrá.
Jóhannes Ríkharðsson kom til fundar kl. 12:03.

2.Fjallskilareglugerð og verklagsreglur - fyrirspurn

Málsnúmer 1409175Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Matvælastofnun, dagsett 18. september 2014 þar sem óskað er upplýsinga um hvort og þá hvernig fjallskilareglugerð og verklagsreglur sveitarfélagsins taki á málum þar sem um er að ræða slæma meðferð hrossa.
Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að svara erindinu.

3.Afnot að aðstöðu í Kálfárdal í Gönguskörðum

Málsnúmer 1409184Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf fá Gunnari R. Ágústssyni, kt. 070643-4219 varðandi samning um afnot af íbúðarhúsinu í Kálfárdal í Gönguskörðum. Gunnar hefur haft íbúðarhúsið til afnota samkvæmt samningi frá árinu 1985 og nær samningurinn til ársins 2035.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa erindinu til byggðarráðs og vill nefndin koma því á framfæri að íbúðarhúsið er ekki lengur nýtt sem aðstaða fyrir gangnamenn á haustin.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - landbúnaðarmál

Málsnúmer 1411017Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2015 ásamt greinargerð fyrir landbúnaðarmál; málaflokkar 13200 og 13210.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála ásamt greinargerð til byggðarráðs.

5.Borgarey 146150

Málsnúmer 1411097Vakta málsnúmer

Rætt um jörðina Borgarey 146150. Það er álit landbúnaðarnefndar að það sé ekki akkur fyrir sveitarfélagið að eiga þetta land. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að jörðin verði auglýst til sölu ef svo ber undir. Málinu vísað til byggðarráðs til frekari umræðu.

6.Skil vegna refa- og minkaveiða 2013-2014

Málsnúmer 1410174Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör á refa- og minkaveiði í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir tímabilið 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Veiddir voru 352 refir og 141 minkur. Greiðsla fyrir unnin dýr nam annars vegar 5.365.320 kr. vegna lágfótu og 910.800 kr. vegna sundmarða. Innifalin er í þessum upphæðum vinna, verðlaun, akstur og virðisaukaskattur.

7.Ársreikningur 2013 - Fjallsk.sjóður Seyluhrepps (úthluta)

Málsnúmer 1410236Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta fyrir árið 2013.

8.Ársreikningur 2013 - Fjallskilasjóður Skarðshrepps

Málsnúmer 1410048Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 14:16.