Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

18. fundur 27. október 1998 kl. 13:00 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 18 – 27.10.98

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 27. okt. kl. 13,00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1.

Mættir voru Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Refaeyðing.
  3. Þóknun til fjallskilastjóra.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Mættir voru til fundar Birgir Hauksson og Steinþór Tryggvason.

Formaður bauð þá félaga velkomna til fundar og sagði frá tilefni þess að þeir voru boðaðir til fundar, en báðir hafa þeir séð um grenjavinnslu í sveitarfélaginu undan­farin ár, ásamt fleiri skyttum. Allnokkur umræða varð um fyrirkomulag grenjavinnslu og m.a. um vetrarveiði og hvernig best væri að haga henni.

Þeir félagar gáfu ýmsar fróðlegar upplýsingar um veiðarnar almennt.

Rætt um nauðsyn þess að gera skrá um öll þekkt greni og taka G.P.S. tæknina inn í myndina. Dregið hefur verið út æti á allnokkrum stöðum í firðinum, bæði austan og vestan vatna og árangur þessara veiða allgóður.

Misjöfn greiðsla hefur verið í gangi fyrir þessar vetrarveiðar hjá gömlu sveitarfélög­unum og einnig grenjavinnsluna.

Rætt var um nauðsyn þess að samræma verðskrá fyrir vetrarveiðar á svæðinu en svipað fyrirkomulag verði á greiðslum fyrir grenjavinnslu og verið hefur.

Nokkur umræða varð um eyðingu á svartbak og einnig á hrafni en víða eru þessir fuglar til vandræða. Rætt um nauðsyn þess að koma á fundi með veiðimönnum og þeim, sem málið varðar, s.s. veiðistjóra og þeim sem stunda minkaveiðar.

Samkomulag varð um að þeir félagar myndu stunda vetrarveiðar í sveitarfélaginu eins og verið hefur undanfarin ár.

 

3. Þóknun til fjallskilastjóra. Rætt um þóknun fyrir þessi störf.

 

4. Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                      Sigurður Haraldsson, ritari

Skapti Steinbjörnsson

Þórarinn Leifsson

Símon E. Traustason