Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

19. fundur 03. nóvember 1998 kl. 13:00 Faxatorg 1

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 19 – 03.11.1998

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 3. nóv. kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í húsakynnum sveitarfélagsins að Faxatorgi 1.

            Mættir voru Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

Dagskrá:

                   1.  Fundarsetning.

                   2.  Fundir með fjallskilastjórnum.

                   3.  Refaveiðar, vetrarveiði.

                   4.  Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og skynnti dagskrá.

 

2. Rætt var um að koma á fundum með fjallskilastjórnum í fjallskiladeildum          sveitarfélagsins.  Þar væri tekin ákvörðun um þóknun fyrir störf.  Afréttarskrá tekin til umræðu og almenn umræða um framkvæmd fjallskilamála.  Ákveðið að funda á eftirtöldum stöðum:

Á Sauðárkróki þriðjud. 10. nóv. n.k. kl. 13.00.  Þar mæta fulltr.                     Kolbeinsdalsafréttar og fulltrúar Eyvindarstaðaheiðar.

Á Hofsósi þriðjud. 17. nóv. n.k. kl. 13.00.  Þar mæta fulltr. úr Austur og vestur   Fljótum, Hrolleifsdalsafréttar, Deildardals og Unadalsafréttar.

Í Ljósheimum þriðjud. 24. nóv. n.k. kl. 13.00.  Þar næta fulltr. Staðarafréttar og af      Skaga.


3.  Rætt var um refaveiðar vetrarveiði.  Samþykkt var að greiða kl. 12.000.- fyrir dýr, 

til þeirra aðila sem eru með samning um veiðarnar.  Greiðsla fyrir grenjavinnslu verður með svipuðum hætti og verið hefur.

 
4. Önnur mál.

Nokkur umræða varð um nýútkomna skýrslu á vegum landbúnaðarráðuneytis um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði 1989-1996 ásamt tillögum um opinberan stuðning.  Nefndarmenn sammála um að skýrslan væri meingölluð og tillögurnar sem settar eru þar fram ekki raunhæfar.

 

                              Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin, fundi slitið.

 

                        Bjarni Egilsson                                               Sigurður Haraldsson

                        Skapti Steinbjörnsson

                        Símon E. Traustason

                        Þórarinn Leifsson

                        Smári Borgarsson