Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

25. fundur 22. desember 1998 kl. 13:00 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 25 – 22.12.1998

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 22. des. kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.

            Mættir voru:  Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Jón Arnljótsson (varamaður Þórarins Leifssonar) og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Viðræður við Margeir Björnsson.
  3. Sjá trúnaðarbók.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Mættur var til fundar að boði nefndarinnar Margeir Björnsson bóndi Syðri-Mælifellsá.  Bjarni bauð Margeir velkominn til fundar og skýrði tilefni þess að hann var boðaður á fund nefndarinnar, en það var að ræða um leigu á landi við Mælifellsárbrú, neðan túns við bæinn Mælifellsá á Efri byggð.  Um er að ræða land beggja megin vegar að brúnni og er notað sem áningarstaður ferðamanna og annarra þeirra, sem um þennan veg fara.

Rætt var um að koma upp aðstöðu til að handsama hross og var Margeir bóndi samþykkur því, gjald fyrir leigu þessa lands var ákveðið kr. 10.000.-  Nefndarmenn og Margeir sammála um að gera samning um leiguna.

 Þá var rætt við Margeir um búfjáreftirlit og fleira.

 

3. Sjá trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                                                                      Sigurður Haraldsson

Skapti Steinbjörnsson

Símon E. Traustason

Jón H. Arnljótsson

Smári Borgarsson