Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

28. fundur 02. febrúar 1999 kl. 13:30 Hótel Varmahlíð

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 28 – 02.02.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Hótel Varmahlíð.

            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson og Smári Borgarsson.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Undirbúningur v/fundar sem halda á með bændum sem upprekstur eiga á Eyvindarstaðaheiði.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni bauð velkomna á fundinn Indriða Stefánsson fjallskilastjóra, Sigfús Pétursson fjallskilastjóra og Egil Örlygsson meðstjórnanda.  Indriði og Sigfús eru stjórnarmenn Skagfirðinga í upprekstrarfélagi Eyvindastaðaheiðar.  Rætt var um mismunandi aðstöðu bænda á svæðinu, þeirra bænda sem kjósa að nýta heiðina og bænda sem nýta sín heimalönd en vaxandi óánægju virðist gæta meðal heimalandabænda.  Ákveðið var að fá svör við nokkrum spurningum er varða fjallskilamál hjá Stefáni Ólafssyni hdl. fyrir væntanlegan fund með bændum.

 

3. Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið.

 

Smári Borgarsson

Bjarni Egilsson

Þórarinn Leifsson

Skapti Steinbjörnsson

Símon E. Traustason