Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

23. fundur 09. febrúar 1999 kl. 21:00 - 23:45 Tjarnabær

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 29 – 09.02.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 21.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Tjarnabæ.

            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson og Smári Borgarsson,  ásamt stjórnarmönnum hestamannafélaganna í Skagafirði, stjórn Vindheimamela s/f, Páli Dagbjartssyni stjórnarmanni í L.H., fulltrúum hestaíþróttadeildar Skagafjarðar og formanni Hrossaræktarsambands Skagafjarðar.

 

Dagskrá:

1. Umræður um landsmót hestamanna árið 2002.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og bauð gesti velkomna.  Bjarni tilnefndi Símon Traustason sem fundarstjóra og Smára Borgarsson sem fundarritara.  Tók Símon við stjórn fundar og gaf Sigríki Jónssyni formanni Vindheimamela s/f orðið.  Sigríkur kynnti bréf sem stjórn Vindheimamela sendi til stjórnar Landssambands hestamanna sem hljóðar svo: 

“Vegna hugsanlegra hreyfinga á staðsetningu stórmótaaðstöðu í Skagafirði fer stjórn Vindheimamela þess á leit við stjórn L.H. að hún taki afstöðu til hvort samþykkt yrði af hálfu L.H. að staðsetja landsmót árið 2002 annars staðar í Skagafirði en á Vindheimamelum, telji heimamenn það hagkvæmari kost til framtíðar”.

Svar stjórnar L.H. efnislega: 

“Stjórn L.H. telur það alfarið á sínu valdi að velja landsmótsstaði og heimamenn hafi enga heimild til að breyta þeirri ákvörðun.  Stjórn L.H. lítur svo á að fyrri ákvörðun um val á landsmótsstað árið 2002 standi óhögguð þ.e. á Vindheimamelum og hvorki skagfirsku hestamannafélögunum né öðrum sé heimilt að breyta þeirri ákvörðun þar sem lög og reglur L.H. kveði ótvírætt á um það”. 

Sigríkur kynnti grófa kostnaðaráætlun á Vindheimamelum sem hljóðar upp á 17-19 millj.kr.  Páll Dagbjartsson stjórnarmaður í L.H. kynnti ýmis mál sem verið er að vinna að í stjórn L.H. er varða landsmót í náinni framtíð.  Talsverð umræða um kostnaðaráætlunina og væntanlegan fjölda mótsgesta.  Fundarmenn telja mótsgesta fjölda mjög óljósan miðað við breytingu á landsmótshaldi.  Niðurstaða fundarins er að hestamannafélögin skipi í starfshóp sem starfa á með landbúnaðarnefnd að málinu.

 

Fundi slitið kl. 23.45.

 

Smári Borgarsson

Þórarinn Leifsson

Skapti Steinbjörnsson

Bjarni Egilsson

Símon Traustason