Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

208. fundur 29. nóvember 2019 kl. 10:00 - 12:39 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Markaskrá Skagafjarðar

Málsnúmer 1911128Vakta málsnúmer

Lilja Ólafsdóttir yfirmarkavörður Skagafjarðar og Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps mættu á fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um útgáfu nýrrar og uppfærðrar markaskrár fyrir Skagafjörð á árinu 2020. Fjallskilastjórum er falin söfnun skráninga í skrána og á henni að ljúka fyrir 20. desember 2019.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiðsla fyrir skráningu hvers eyrnamarks verði 3.000 kr. Ekki er greitt fyrir frostmerki ef viðkomandi á eyrnamark í skránni, annars er greitt fullt gjald fyrir frostmerki. Innheimta verður á vegum sveitarfélaganna.

2.Styrkbeiðni - Bændur græða landið

Málsnúmer 1911062Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. nóvember 2019 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2019.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.

3.Hofsós og nágrenni - beitarhólf

Málsnúmer 1911240Vakta málsnúmer

Rætt um beitarlönd í og við Hofsós og svo einnig hólfabeit í bæjarlandi Hofsóss.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að aðilar sem eru með beitarlönd og hólfabeit á svæðinu gæti þess að girðingar séu í lagi, umhirða góð og beitarálag sé hóflegt. Nefndin samþykkir að starfsmaður nefndarinnar fylgist með hólfabeitinni og hafi heimild til að vísa viðkomandi af svæðinu ef landnotkun er ekki ásættanleg.

4.Framlög til fjallskilasjóða árið 2020

Málsnúmer 1911199Vakta málsnúmer

Framlögum úthlutað til fjallskilasjóða vegna ársins 2020, samtals 5 milljónum króna.
Starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að tilkynna fjallskilanefndum um úthlutun til viðkomandi fjallskilasjóðs. Landbúnaðarnefnd áréttar að framlag til fjallskilasjóðs vegna ársins 2020, verði ekki greitt fyrr en að búið sé að skila ársreikningi fyrir árið 2019.

5.Ársreikningur Austur-Fljóta

Málsnúmer 1911194Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 12:39.