Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

220. fundur 19. júlí 2021 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka eftirtalin mál á dagskrá með afbrigðum; 2107003, 2107093 og 2107094.

1.Grófargilsrétt

Málsnúmer 2002304Vakta málsnúmer

Umræða um Grófargilsrétt, endurgerð hennar o.fl.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með Fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps og varðandi framtíðarfyrirkomulag rétta á svæðinu m.t.t. til sauðfjárveikivarna.

2.Girðingamál vegna ágangs sauðfjár

Málsnúmer 2107071Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf sem barst 9. júlí 2021, frá ábúendum jarðanna Stóra-Vatnsskarði, Valagerði og Fjalli varðandi ágang sauðfjár úr landi Skarðsár inn á lönd þeirra. Vilja bréfritarar að ákvörðun sem kom fram í bréfi dagsettu 11. júlí 2017 frá landbúnaðarnefnd verði endurskoðuð. Í framhaldi af því er óskað eftir viðræðum um að fá upp fjárhelda girðingu á landamerkjum Fjalls og Skarðsár, neðan frá Staðará og til vesturs í Moshóla í Reykjaskarði. Vísað er til 32. greinar í lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Varðandi kostnað er vísað í 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við landeigendur og leggur til að skipaður verði starfshópur, þar sem Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi verði fulltrúi landbúnaðarnefndar og kalli saman starfshópinn sem fyrst, einn frá landeigendum og einn frá fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps.

3.Beitarhólf Ártúnum

Málsnúmer 2107076Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að spilda nr. 1 á korti yfir beitarhólf á Hofsósi, verði auglýst til leigu og um hana gerður leigusamningur frá næstu áramótum.

4.Árhólarétt viðgerðir

Málsnúmer 2107081Vakta málsnúmer

Rætt um ástand Árhólaréttar sem þarfnast töluverðs viðhalds.
Landbúnaðarnefnd leggur til að það fjármagn sem eignasjóður hefur til ráðstöfunar til viðhalds rétta árið 2021 verði notað til viðgerða á Árhólarétt, samtals 3.000.000 kr. Með því fjármagni og þeim sjóðum sem fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals hefur til ráðstöfunar verður hægt að ljúka uppgerð réttarinnar fyrir haustið.

5.Vatnavaxtatjón í Deildardalsafrétt

Málsnúmer 2107003Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti að vegaskemmdir hefðu orðið nokkrar í vatnavöxtum í Deildardalsafrétt um mánaðamótin júní/júlí s.l.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára að kalla eftir upplýsingum um umfang og kostnað fjallskilanefndar Deildardals við tjónið.

6.Búfé á vegsvæðum

Málsnúmer 2107078Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarfélaginu, dagsettur 14. júlí 2021 þar sem lögreglustjóraembættinu á Norðurlandi vestra er tilkynnt um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi engum skyldum að gegna varðandi það að fjarlægja búfé af vegum fyrir Vegagerðina. Enginn samningur er til á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins þar um. Vísað er til 50. gr. vegalaga nr. 80/2007:
"Lausaganga búfjár á stofnvegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar og lokað er fyrir ágangi búfjár, t.d. með ristarhliði, er bönnuð. Veghaldara er heimilt að fjarlægja búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda."

7.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu

Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. júní 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi staðfest Fjallskilasamþykkt Skagafjarðarsýslu og sent til birtingar í Stjórnartíðindum.

8.Fuglalíf á Borgarskógum, við Tjarnartjörn og Áshildarholtsvatn

Málsnúmer 2106293Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi hnignandi fuglalíf á Borgarskógum, við Áshildarholtsvatn og þar í kring. Refir og minkar eru mesta skaðræðið á svæðinu. Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, og eru á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, (Important Bird Areas) eins og Austur-Eylendið.

9.Fjallsk.sjóður Staðarhrepps - ársreikningar 2020

Málsnúmer 2106296Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2020 ásamt ársreikningi 2020 fyrir Staðarafrétt.

10.Fjallskilasjóður Hofsóss og Unadals - ársreikningur 2019

Málsnúmer 2107093Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2020.

11.Ársreikningur 2020 Fjallskilasjóður Deildardals

Málsnúmer 2107046Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2020.

12.Fjallskilasjóður Hofsóss og Unadals - ársreikningur 2020

Málsnúmer 2107094Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2020.

Fundi slitið - kl. 16:00.