Fara í efni

Fjárhagsáætlun félagsmála 2010

Málsnúmer 0911007

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 151. fundur - 04.11.2009

Farið gegnum tillögur félagsmálastjóra, sem byggir annars vegar á framreikningum sem miðast við óskerta þjónustu og hins vegar lækkunum á tilteknum kostnaðarliðum. Nefndin samþykkir frekari sparnað á nokkrum liðum auk hækkunar á tekjulið Dagvistar aldraðra með hækkun þjónustugjalda. Eftir standa útgjöld sem nema 115.355.000 kr sem er 5.355.000 kr umfram ramma. Nefndin telur ekki unnt að ná fram frekari sparnaði nema með skerðingu nauðsynlegrar þjónustu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 151. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.