Fara í efni

Refa- og minnkaveiðar, skipting 2012

Málsnúmer 1203337

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 160. fundur - 26.03.2012

Rætt um fyrirkomulag minka- og refaveiða. Formanni nefndarinnar falið að kynna veiðimönnum úthlutun ársins og skilyrði.

Samkvæmt fjárhagsáætlun landbúnaðarnefndar er áætluð veiði 207 minkar og 296 refir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 160. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 162. fundur - 12.10.2012

Farið yfir veiðitölur, refa- og minkaveiði 2012. Alls hafa veiðst 339 refir á árinu og 133 minkar. Minkaveiðin hefur farið minnkandi undarfarin ár en refaveiðin er heldur að aukast. Nefndarmenn eru sammála um að refur er að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður hefur verið. Varðandi fjárhagsáætlun þá lítur út fyrir að kostnaður við málaflokkinn fari um 3-400 þúsund fram úr fjárhagsáætlun ársins. Mjög nauðsynlegt að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Áskorun beint til ríkisins að auka aftur fjármagn til málaflokksins en undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis fjárþörf málaflokksins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ýtreka við ríkisstjórnina að brýnt sé að hefja á ný endurgreiðslur til sveitafélaganna eða afnema virðisaukaskatt á greiðslur til veiðimanna vegna refaveiða."
Afgreiðsla 162. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.