Fara í efni

Umferðarhraði á Sauðárkróki

Málsnúmer 1204316

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 591. fundur - 03.05.2012

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sigurði Bjarna Rafnssyni varðandi umferðarhraða á húsagötum í Skagafirði. Kallar hann eftir breytingu á umferðarhraða til lækkunar í 30 km/klst. og nefnir þar til sögunnar Hólmagrund þar sem hann býr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfullrúi Frjálslyndra og óháðra tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Sigurðar Bjarna Rafnssonar um að lækka umferðarhraða í íbúagötum. Afgreiðsla 591. fundar byggðaráðs staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.