Fara í efni

Erindi frá 6. bekk Árskóla

Málsnúmer 1205354

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 107. fundur - 13.06.2012

Erindinu vísað til byggðarráðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Frístundastjóri kynnir erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki,grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar. Félags-og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 596. fundur - 28.06.2012

Kynnt erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur í Sauðárgili sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki, grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar.
Á 186. fundi félags-og tómstundanefndar var svohljóðandi bókun gerð:
"Félags- og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013."
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með nemendunum í Litlaskógi í upphafi næsta skólaárs um tillögur þeirra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 601. fundur - 30.08.2012

Á 596. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi frá 6. bekk Árskóla um ábendingar þeirra um betri nýtingu á Litla-Skógi í Sauðárgili. Var einnig ákveðið á fundinum að eiga fund með krökkunum í upphafi skólaárs 2012/2013 um tillögur þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 601. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.