Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

186. fundur 19. júní 2012 kl. 14:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Sigríður Arndís Jóhannsdóttir forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri, María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá
María Björk, Ótthar og Sigríður Jóh. sátu undir fyrstu 9 dagskrárliðum og viku þá af fundi. Gunnar Sandholt kom þá á fundinn og sat til fundarloka. Guðný og Hanna tóku ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu trúnaðarmála. Aðalbjörg sat undir 15. dagskrárlið, trúnaðarmál.

1.Samvera fjölskyldunnar

Málsnúmer 1206024Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir bréf SAMAN-hópsins þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar sem sé ein besta forvörn. Sveitarfélög eru hvött til að leggja skilaboðum hópsins lið og bjóðast þeim án endurgjalds rafrænar auglýsingar og vefborðar til að setja á heimasíður. Þá eru sveitarfélög sem bjóða heim á bæjarhátiðir í sumar, hvött til að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna, t.d. með því að framfylgja aldursmörkum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga.

2.Erindi frá 6. bekk Árskóla

Málsnúmer 1205354Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki,grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar. Félags-og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

3.Stuðningur við umsókn um að halda Landsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 1206007Vakta málsnúmer

Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins um að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði eftir 5 ár. Síðast fór landsmót UMFÍ fram á Sauðárkróki árið 2004 og Unglingalandsmót 2009. Næst verður Unglingalandsmót haldið á Sauðárkróki eftir 2 ár. Félags-og tómstundanefnd telur brýnt að styðja við mótahald í Skagafirði, íþróttamót sem önnur er aukið geta hróður sveitarfélagsins og eflt gott starf. Mælir nefndin því með umsókn UMSS um að fá að halda landsmótið 2017.
Byggðaráð hefur áður samþykkt að styðja við bak UMSS sem kostur er.

4.Snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðum

Málsnúmer 1206005Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir bréf til rekstraraðila skíðasvæða frá Veðurstofu Íslands þar sem bent er á að árið 2009 hafi tekið gildi reglugerð 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum. Skv 14. grein reglugerðarinnar er rekstraraðila skylt að vinna áætlun um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu og skuli hún samþykkt af viðkomandi sveitarstjórn að fengnu áliti Veðurstofu Íslands. Unnið er að gerð hættumats í Tindastóli en ekki er talin mikil snjóflóðahætta við lyftur þar. Einhver kostnaður fylgir því að koma á skipulögðu eftirliti. Nefndin felur Frístundastjóra að fylgjast með framvindu málsins.

5.Niðurstöður Lífsháttakönnunar 2012

Málsnúmer 1205150Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir niðurstöður Lífsháttarkönnunar Frístundasviðs 2012, sem gerð er árlega hjá börnum í 8.9. og 10.bekkjum grunnskólanna í Skagafirði í aprílmánuði. Helstu niðurstöður eru þær að stórlega hefur dregið úr reykingum síðan 2005, 99,3 % reykja ekki, 4,7% segjast hafa orðið drukkin síðustu 30 daga fyrir könnunina, 4% hafa prófað önnur fíkiniefni en áfengi og tóbak. Þá sýnir könnunin að samvera barna og foreldra hefur aukist og færri reyna að komast inn á 16 ára böll án leyfis en nokkru sinni fyrr. Nefndin fagnar góðum árangri sem náðst hefur í forvörnum en leggur áherslu á að halda þurfi þessu öfluga starfi áfram. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

6.Styrkumsókn

Málsnúmer 1205206Vakta málsnúmer

Helga Einarsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik sækir um styrk vegna undirbúnings og ferðar með A-landsliði kvenna til Noregs. Nefndin hafnar erindinu þar sem Helga er ekki að keppa undir merkjum aðildarfélags UMSS.

7.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 1205090Vakta málsnúmer

Kynnt er bréf frá Ivano Tasin, forstöðumanni Húss frítímans sem verið hefur í ársleyfi frá störfum. Hann segir starfi sínu lausu og verður það auglýst síðar. Ivano eru þökkuð mjög góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

8.Skýrsla um Sundlaug Sauðarkróks

Málsnúmer 1206196Vakta málsnúmer

Ótthar Edvardsson umsjónarmaður íþróttamannvirkja kynnir eftirlitsskýslu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sundlaug Sauðárkróks. Þar koma m.a.fram aðfinnslur á aðstöðu í kvennaklefa. Nefndin vísar málinu til Eignasjóðs.

9.Rekstrarstaða Frístundasviðs

Málsnúmer 1206182Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir stöðu á rekstri eininga Frístundasviðs fyrstu 5 mánuði ársins. Tekjumarkmið hefur ekki náðst allsstaðar og launakostnaður er hærri í sundlaugum vegna lengri afgreiðslutíma en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar ársins. Talsverðar hækkanir hafa einnig orðið á ýmsum aðföngum fram yfir áætlun.

10.Jafnréttisáætlun 2012-14 kynning

Málsnúmer 1205002Vakta málsnúmer

Í tilefni dagsins hvetur nefndin konur landsins að líta á jafnrétti sem réttlætismál karla ekki síður en kvenna. Huga þarf sérstaklega að stöðu karla í sambandi við menntun og rétt þeirra sem foreldra í tengslum við forræðismál og heimilishald. Nefndin vill minna á að jafnrétti verður að virka í báðar áttir.

11.Atvinnuátakið Vinnandi vegur

Málsnúmer 1202229Vakta málsnúmer

Átakið byggir á samkomulagi Vinnumálastofnunar VMST og Sambands íslenskra sveitarfélaga og miðar að því að útvega þeim störf sem eru við að missa bótarétt. Félagsmálastjóri greinir frá samráði við starfsmann Vinnumálastofnunar.
Enn hefur ekki verið afráðið hvort sveitarfélagið tekur þátt í þessu verkefni. Málið er til frekari athugunar hjá sveitarstjóra og félagsmálastjóra sem meta stöðuna.

12.Fundargerðir Þjónustuhóps SSNV um málefni fatlaðra maí og apríl

Málsnúmer 1206185Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnir efni fundargerðanna.

13.Húsnæðis- og búsetumál fatlaðra - kostnaðaráhrif lagabreytinga

Málsnúmer 1204254Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fyrirspurn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi búsetu- og húsnæðismál fatlaðs fólks svo og sameiginlegu svari SSNV málefna fatlaðra. Unnið er eftir búsetuáætlun SSNV fyrir árin 2005 - 2012. Stjórn byggðasamlagsins vinnur nú að endurskoðun búsetustefnunnar.

14.Rekstrarstaða félagsþjónustu 2012

Málsnúmer 1205086Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstrastöðu fyrstu fimm mánaða ársins. Nefndin ákveður að fara betur yfir stöðu styrkjaliða.

15.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Tekin fyrir 7 mál, þar af tvær beiðnir um fjárhagsaðstoð, einn úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, ein áfrýjun varðandi húsaleigubætur og þrjár umsóknir um sérstakar húsaleigubæur. Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:30.