Fara í efni

Upplýsingatæknimál grunnskóla

Málsnúmer 1505087

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 103. fundur - 15.05.2015

Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla og Ingvi Hrannar, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, fóru yfir stöðu mála vegna upplýsingatæknivæðingu grunnskólanna. Þeir ræddu einnig leið sem Árskóli vill fara í þessari væðingu. Ekki liggur enn fyrir hvaða fyrirkomulag Varmahlíðarskóli og Grunnskólinn austan Vatna vilja tileinka sér. Málinu frestað.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 105. fundur - 24.06.2015

Rætt um upplýsingatæknivæðingu grunnskólanna og heimsókn fulltrúa fræðslunefndar í tíma í Árskóla þar sem verið var að kenna með spjaldtölvum. Fræðslunefnd telur að verkefnið sé í góðum farvegi og samþykkir þá hugmynda- og aðferðafræði sem að baki liggur. Nefndin leggur áherslu á að innleiðingin hafi ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið heldur fari endurnýjun tækja fram innan þeirra fjárhagsheimilda sem skólunum eru settar hverju sinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015

Afgreiðsla 105. fundar fræðslunefndar staðfest á 329. fundi sveitarstjórnar 6. júlí 2014 með átta atkvæðum.