Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

328. fundur 24. júní 2015 kl. 16:15 - 20:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Gísli Sigurðsson 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leggur Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fram ósk um breytingu á dagskrá, þannig að dagskrárliður númer 19 verði færður fram fyrir dagskrárlið 14.
Breytingin borin upp og samþykkt samhljóða.

Tvisvar var gert fundarhlé undir dagskrárlið númer 15 og í dagskrárlið númer 20.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 696

Málsnúmer 1505011FVakta málsnúmer

Fundargerð 696. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

1.1.Beiðni um fund með sveitarstjórnarmönnum

Málsnúmer 1503246Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

1.2.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja

Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

1.3.Umsókn um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2018

Málsnúmer 1505095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

1.4.Umsókn um lækkun/niðurfellingu fasteignagjalda 2015

Málsnúmer 1504207Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

1.5.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt

Málsnúmer 1505043Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 697

Málsnúmer 1505013FVakta málsnúmer

Fundargerð 697. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla

Málsnúmer 1505196Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 á dagskrá fundarins, Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla. Samþykkt samhljóða.

2.2.Styrkbeiðni - Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 1505144Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.3.19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 1505203Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.4.Byggingarnefnd Árskóla - 17

Málsnúmer 1504016FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.5.Árskóli - hönnun vegna tónlistarskóla.

Málsnúmer 1504271Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.6.Lok verkefnis um framlög sveitarfélaga v/ sölu félagslegs húsnæðis

Málsnúmer 1505186Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.7.Markaðsstofa Norðurlands - ársreikningur 2014

Málsnúmer 1505191Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

2.8.Ályktun byggðarráðs

Málsnúmer 1505223Vakta málsnúmer

Stefán Vagn las upp ályktun Byggðarráðs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði.
Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum.
Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra.
Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.

Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 698

Málsnúmer 1506004FVakta málsnúmer

Fundargerð 698. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Sæmundargata 7a - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 1505204Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.2.Aðalfundur 2015 - Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.3.Aðalfundur Flugu ehf 2015

Málsnúmer 1506019Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.4.Félagsheimilið Árgarður - endurbætur á eldhúsi

Málsnúmer 1503075Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.5.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

Málsnúmer 1505212Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.6.Smábátafélagið Skalli

Málsnúmer 1505104Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.7.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

3.8.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

Málsnúmer 1505230Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 698. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 699

Málsnúmer 1506007FVakta málsnúmer

Fundargerð 699. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Viggó Jónsson tóku til máls.

4.1.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411182Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 á dagskrá fundarins, Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015. Samþykkt samhljóða.

4.2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 1506084Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson les upp bókun Byggðarráðs og leggur til að sveitarstjórn bóki sömu bókun.

Sveitarstjórn samþykkir að árétta bókun Byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum og þungum áhyggjum af framkominni samgönguáætlun 2015-2018 þar sem Skagafjörður er sniðgenginn. Ljóst er að við núverandi tillögur veður vart unað og óliðandi að ekki verði einni krónu veitt í vegaframkvæmdir í Skagafirði á umræddu tímabili, 2015-2018, sem og að svo virðist vera að búið sé að taka Alexandersflugvöll út úr grunnneti innanlandsflugs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að stjórnvöld endurskoði áform sín og taki tillit til þarfa svæðisins í sinni áætlunargerð.

Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

4.3.Ákvörðun um áfrýjun.

Málsnúmer 1506086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

4.4.Náttúrustofa Nv

Málsnúmer 1506085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

4.5.19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 1505203Vakta málsnúmer

Agreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

4.6.Rætur bs - umsögn til velferðarráðuneytis

Málsnúmer 1506087Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

4.7.Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ

Málsnúmer 1506073Vakta málsnúmer

Agreiðsla 699. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19

Málsnúmer 1505015FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

5.1.Félagsheimilið Árgarður - umsóknir um rekstur

Málsnúmer 1504086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.2.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1505191Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.3.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - uppbyggingarsjóður 2015

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.4.Stjórnarsetulausn

Málsnúmer 1505153Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 á fundinum, Stjórnarsetulausn. Samþykkt samhljóða.

5.5.Styrkbeiðni - Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 1505144Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.6.Drög að stefnu í minjavernd

Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

5.7.Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2015

Málsnúmer 1506057Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20

Málsnúmer 1506013FVakta málsnúmer

Fundargerð 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

6.1.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja

Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

6.2.Lummudagar 2015 - styrkbeiðni

Málsnúmer 1506147Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

6.3.Lifandi landslag - styrkbeiðni

Málsnúmer 1506150Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 221

Málsnúmer 1505014FVakta málsnúmer

Fundargerð 221. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

7.1.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 221. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 103

Málsnúmer 1505008FVakta málsnúmer

Fundargerð 103. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir kvöddu sér hljóðs.

8.1.FNV - fjöldi nemenda úr Skagafirði

Málsnúmer 1504280Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

8.2.Sumarlokun leikskóla í Skagafirði 2015

Málsnúmer 1411251Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

8.3.Kennslukvóti grunnskólanna 2015-2016

Málsnúmer 1504169Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

8.4.Umsýsla með undanþágunefnd grunnskóla

Málsnúmer 1501267Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

8.5.Upplýsingatæknimál grunnskóla

Málsnúmer 1505087Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

8.6.Starfsemi tónlistarskóla 2015-2016

Málsnúmer 1505085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 103. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 104

Málsnúmer 1505016FVakta málsnúmer

Fundargerð 104. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir kvöddu sér hljóðs.

9.1.Skóladagatöl leikskóla 2015-2016

Málsnúmer 1505206Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 104. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

9.2.Skóladagatöl grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 1505117Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 104. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

9.3.Erasmus Umsókn vegna ytra mats í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1503135Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 104. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

9.4.Bréf og greinargerð um nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

Málsnúmer 1505187Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 104. fundar fræðslunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2014 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 274

Málsnúmer 1505009FVakta málsnúmer

Fundargerð 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

10.1.Neðri-Ás 2(146478) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1505040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.2.Neðri-Ás 1(146476) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1505039Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.3.Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 á dagskrá fundarins, Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.

10.4.Hyrna 146216 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1506006Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með átta atkvæðum.
Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

10.5.Krithóll I 146185-Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1506043Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.6.Hvammur 146825 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1506049Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.7.Hvammur lóð 1(000003) - Umsókn um byggingareit

Málsnúmer 1506053Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.8.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

Málsnúmer 1505230Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.9.Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 1505224Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.10.Gönguskarðsárvirkjun - Umsögn um matsskyldu

Málsnúmer 1506040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6

Málsnúmer 1505005FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

Málsnúmer 1505006FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

10.13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 08

Málsnúmer 1506002FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 110

Málsnúmer 1505007FVakta málsnúmer

Fundargerð 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

11.1.Aðstæður í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1504185Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

11.2.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

11.3.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2015

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

11.4.Auglýsing yfirhafnarvörður

Málsnúmer 1504297Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

11.5.Úrgangsmál á Norðurlandi

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

11.6.Hreinsunarátak 2015

Málsnúmer 1504170Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 18

Málsnúmer 1506001FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 328. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.

12.1.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

12.2.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

12.3.Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli

Málsnúmer 1406281Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

12.4.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411182Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar á dagskrá fundarins. Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015. Samþykkt samhljóða.

12.5.Beiðni um umsögn - drög að reglum um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna.

Málsnúmer 1505188Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

13.Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla

Málsnúmer 1505196Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 679. fundi byggðarráðs þann 29. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram tillaga um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna kjarasamningsbreytinga á launum tónlistarskólakennara á árinu 2014 sem ekki náðist að áætla fyrir á málaflokk 04-Fræðslu- og uppeldismál. Lagt er til að launaliður málaflokks 04510-Tónlistarskóli hækki um 8.610.000 kr. og launaliður á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir lækki um sömu upphæð. Þessi breyting á áætluninni hefur engin áhrif á fjárhagsáætlun ársins í heild.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka."

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

14.Fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni.

Málsnúmer 1506154Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls.

Fyrirspurn til forseta sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigríðar Svavarsdóttur og formanns veitunefndar, Gísla Sigurðssonar varðandi notendur og sölu á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum.

Undirrituð óska eftir að leggja fram þessa fyrirspurn og fá skrifleg svör við eftirfarandi spurningum á næsta fundi sveitarstjórnar 24. júní nk.

1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.

a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?

b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?

c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016?

d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn?

e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofnangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?

2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.

a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?

b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?

3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.

a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?

b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?

c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?

d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015?

e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn?

f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?

4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.

a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?

b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?

c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?

Virðingarfyllst
Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar óskar bókað:
Vegna fyrirspurnar um notendur og sölu á heitu og köldu vatni, þá er gjaldskrá Skagafjarðarveitna gefin upp í rúmmetrum en ekki tonnum eins og fyrirspurnin hljóðaði, þar af leiðandi miðast svör við rúmmetra en ekki tonn.

Gísli Sigurðsson óskar bókað:
Hluti af umbeðum upplýsingum flokkast sem trúnaðarmál og bókast í trúnaðarbók.

Svar við fyrirspurn varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum


Í meðfylgjandi yfirliti má finna svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum árið 2014. Hér að neðan eru fyrirspurnirnar ásamt svörum þar sem vísað er í meðfylgjandi yfirlit þar sem við á.

1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.

a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit I og III sem færð eru í trúnaðarbók.
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016?

d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn?
Hólalax og líklegt er að fiskþurrkun við Skarðseyri fari yfir 100.000m3 á árinu 2016 sé miðað við upplýsingar frá rekstraraðila og notkun það sem af er ári 2015. Heildarmagn er óljóst.

e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
Þar sem heildarmagn er óljóst er ekki hægt að áætla heildargreiðslur fyrir árið 2016. Samkvæmt drögum að gjaldskrá fengi notandinn 70% afslátt af heitu vatni ef umsókn þess efnis berst frá notanda.

2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
Allir notendur á köldu vatni greiða vatnsgjald samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar.
Auk þess er mæld notkun hjá stórnotendum (um 25 veitur) sem greiða ákveðið gjald pr. m3 umfram vatnsgjald.

a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit II og IV sem færð eru í trúnaðarbók.

b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.

3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.

a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Mæld notkun var um 356.000m3.
Heildargreiðslur sveitarfélagsins til Skagafjarðarveitna eru 19.500.000 samkvæmt mældri notkun og hemlanotkun.
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit V sem fært er í trúnaðarbók.
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015?
Nei
e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn?
Á ekki við.
f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
Á ekki við.

4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.

a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Notkun var um 34.700m3 og heildargreiðslur um 663.000.
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit VI sem fært er í trúnaðarbók.
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.


Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og leggur fram bókun:
Þökkum fyrir svör við fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni. Svörin fela í sér mikilvægar upplýsingar til sveitarstjórnarfulltrúa svo að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um gjaldskrá Skagafjarðarveitna og þær grundvallarbreytingar sem verið er að leggja til s.s. nýtt afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og mögulega sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar geti kynnt sér gögn og upplýsingar og tekið ákvörðun á forsendum meðalhófs og jafnræðis. Fullnægjandi gögn um þær forsendur sem meirihlutinn grundvallar tillögur sínar á voru ekki lagðar fram í veitunefnd eða byggðaráði.

Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs.

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram bókun:
Umrædd gjaldskrárbreyting hefur ítrekað verið rædd í Veitunefnd og engum gögnum verið haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum né fulltrúum minnihluta í Veitunefnd. Mikil vinna og yfirlega liggur að baki þessarar niðurstöðu sem hér hefur verið lögð fram.

15.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015

Málsnúmer 1411182Vakta málsnúmer

Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 699. fundi byggðarráðs þann 11. júní 2015.

Lögð voru fyrir fundinn drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram tillögu:
Tillaga að vísa gjaldskrá Skagafjarðarveitna ásamt svörum við fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni til atvinnu-,menningar- og kynningarnefndar til umfjöllunar og umsagnar. Fá fram hugmyndir og tillögur nefndarinnar um hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar -og frumkvöðlafyrirtæki. Því verði enn fremur beint til nefndarinnar að skoða frekari þrepaskiptingu afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig sé hægt með árangursríkum hætti að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis.
Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Gísli Sigurðsson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Viggó Jónsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
Tillagan borin undir atkvæði tveir greiddu aðkvæði með og sjö á móti. Tillagan felld.

Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram bókun:
Ein af megin áherslum þess meirihluta sem nú situr í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru atvinnumál. Í því felst að gera Skagafjörð samkeppnishæfan við önnur sambærileg svæði og sveitarfélög með það að markmiði að laða að ný fyrirtæki sem hyggja á uppbyggingu í Skagafirði sem og að skjóta sterkari stoðum undir þau fyrirtæki sem fyrir eru á svæðinu.
Sú breyting á gjaldskrá sem hér um ræðir veitir m.a. 70% afslátt af heitu vatni til stórnotenda þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, afsláttur er veittur þegar ársnotkun er 100.000 rúmmetrar eða meira. Einnig er gert ráð fyrir að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki geti fengið 70% afslátt af heitu vatni tímabundið án skilyrða um magn. Skilyrði er að um beinan framleiðsluþátt sé að ræða. Fyrirtæki með margar starfstöðvar og mismunandi starfsemi geta ekki safnað notkuninni saman og óskað eftir afslætti á heildarnotkun. Eins og staðan er í dag er eitt fyrirtæki sem nær umræddri notkun og er það Hólalax, fiskþurrkun FISK Seafood á Sauðárkróki mun væntanlega ná þessu magni. Væntingar liggja í þá átt að umræddur afsláttur verði til að laða hingað fyrirtæki sem vilja nýta heita vatnið okkar til verðmætasköpunar í héraði og fjölga þar með störfum.
Í nóvember 2013 fóru fulltrúar þáverandi atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Húsavíkur til að skoða með hvað hætti Norðurþing kæmi til móts við atvinnulífið, sér í lagi í ljósi þeirra miklu uppbyggingaráforma sem fyrirhuguð eru á því svæði. Þar er veittur 75% afsláttur af heitu vatni til atvinnusköpunar og stórnotenda, má nefna að nú þegar er eitt fyrirtæki þar að njóta þeirra kjara. Einnig má nefna að garðyrkjubændur á suðurlandi fá 70% afslátt af heitu vatni, Hólalax í Skagafirði fær 83% afslátt, bleikjukynbótastöð Háskólans á Hólum 83%, endurhæfingarsundlaug Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fær 90% afslátt og fleira mætti telja. Ef það er vilji Sveitarfélagsins Skagafjarðar að vera samkeppnisfært við önnur sveitarfélög er nauðsynlegt að fara í þær breytingar sem lagðar eru til.
Við þurfum að sækja fram fyrir Skagafjörð, efla atvinnu og fjölga atvinnutækifærum og er það okkar trú að þessi aðgerð sé liður í þá átt.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gísli Sigurðsson.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar að gjaldskrá Skagafjarðarveitna með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og geri grein fyrir atkvæðum sínum og leggja fram eftirfarandi bókun:

Við undirrituð teljum að við gjaldskrárgerð og breytingar þurfi að fara betur yfir og horfa enn meira til þess hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar -og frumkvöðlafyrirtæki. Ásamt því að skoðuð verði frekari þrepaskipting afslátta miðað við vatnsnotkun og tímalengd þeirra hverju sinni og hvernig sé hægt með árangursríkum hætti að höfða sérstaklega til atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, líftækni, ylræktar og fiskeldis. Við getum því þess vegna ekki stutt þessa gjaldskrá.
Við mótmælum vinnubrögðum meirihlutans að hafna aðkomu atvinnu-,menningar og kynningarnefndar að gjaldskrágerðinni, sérstaklega þáttum er snúa að afsláttakjörum og hvernig nýta megi styrk Skagafjarðarveitna til að laða fram nýja starfsemi í héraðið og auðvelda og styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki. Mótmælum því einnig að undirritaðir sveitarstjórnarfulltúar hafi ekki haft kost á að rækja skyldur sínar með að taka upplýsta ákvörðun byggða á aðgangi að gögnum samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hafi ekki haft aðgang að mikilvægum upplýsingum til að geta kynnt sér og tekið upplýsta ákvörðun um gjaldskrá fyrr en á þessum fundi. Vegna þessa sitjum við því hjá við afgreiðslu gjaldskrár.

Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar minnihluta hafa fulltrúa í öllum nefndum sveitarfélagsins og engum gögnum hefur verið haldið leyndum í þessu máli.

16.Stjórnarsetulausn

Málsnúmer 1505153Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 19. fundi atvinnu- menningar- og kynningarnefndar 8. júní 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Tekið fyrir erindi frá Sigríði Sigurðardóttir þar sem hún baðst lausnar sem fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í stjórn Söguseturs íslenska hestsins ses.
Samþykkt að leggja til að Gunnsteinn Björnsson taki sæti aðalmanns í stjórn setursins og Sólborg Una Pálsdóttir sæti varamanns."

Afgreiðsla atvinnu- menningar- og kynningarnefndar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 274. fundi skipulags- og byggingarnefndar 21. maí 2015

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum sækir, fh Háskólans á Hólum, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar Háskólans að Hólum. Verkið verður unnið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu, uppdrættir nr. S-101 t.o.m S-106 verknúmer 422601. Uppdrættir eru dagsettir 10. maí 2015. Verkið felst í aðalatriðum í fyllingum í áhorfendamanir, gerð kynbótavallar, gerð vegslóða og gönguleiða og gerð malarplana. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 5. júní 2015. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ofangreint framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Hólar 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1505026Vakta málsnúmer

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum sækir, fh Háskólans á Hólum, um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna uppbyggingar á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar Háskólans að Hólum. Meðfylgjandi yfirlitsmynd sýnir fyrirhugað efnistökusvæði.
Fyrirliggjandi eru umsagnir Veiðifélagsins Kolku, Veiðimálastofnunar og Fiskistofu.
Með vísan í 13 grein laga nr 123/2010 samþykkir sveitarstjórn umbeðið framkvæmdarleyfi.

Borið undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óaskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

19.Prókúruumboð - sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Málsnúmer 1506157Vakta málsnúmer

Með vísan til 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar prókúruumboð:

Margeir Friðriksson, kt. 151060-3239, Dalatún 15, 550 Sauðárkrókur

Sveitarstjórn samþykkir að framangreindum aðila verði veitt prókúruumboð í samræmi við téð lagaákvæði. Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir sveitarfélagið þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils sveitarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.
Samþykkt með níu greiddum atkvæðum.

20.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2015

Málsnúmer 1506161Vakta málsnúmer

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu: "Undirritaður leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 2. júlí 2015 og lýkur 7. ágúst 2015. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.

21.Fundagerðir skólanefndar FNV 2015

Málsnúmer 1501010Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, frá 9. júní 2015 lögð fram til kynningar á 3285. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015

22.Fundargerðir stjórnar 2015 - SÍS

Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 828. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí lögð fram til kynningar á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015

Fundi slitið - kl. 20:00.