Fara í efni

Furulundur 7- Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 1604156

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 738. fundur - 28.04.2016

Lagt fram bréf dagsett 18. apríl 2016 frá Svavari Helgasyni, kt. 220260-5269 og Hafdísi Ólafsdóttur, kt. 201163-7149, eigendum lóðarinnar nr. 7 við Furulund í Varmahlíð, fastanúmer 233-7344. Óska þau eftir að fá lóðarstækkun um 2 metra, til norðurs inn á lóð nr. 5 við Furulund, til kaups. Samtals 38 m2.
Byggðarráð samþykkir að selja eigendum lóðar nr. 7, 38 m2 af lóð nr. 5 við Furulund á verði samkvæmt lóðarmati í fasteignaskrá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 738. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.